Undanfarin ár hafa verið haldin viðgerðanámskeið fyrir félagsmenn í apríl. Í fyrra voru haldin þrjú námskeið og þurftu margir frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. Ekki tókst að bæta við auka námskeiðum af tæknilegum ástæðum. Í ár verða námskeiðin með aðeins öðrum hætti, eða þannig að þeir sem sækja námskeiðin koma með sín hjól og gera við þau í leiðinni. Samtímis á efri hæðinni verður sýnt myndband um hjólaviðgerðir og smá fyrirlestur í lokin um almennt viðhald og góð ráð. Á það þarf ekki að skrá sig. Venjan er að margir reynsluboltar heimsæki klúbbhúsið þegar námskeið eru haldin og því er ekkert því til fyrirstöðu að líta við til að leita ráðlegginga eða bara til að spjalla og forvitnast.
Þeir sem sækja viðgerðanámskeið í apríl og koma með sín hjól verða að skrá sig fyrirfram hjá Garðari:
12 apríl: Sunnudagshjóltúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.
16 apríl: Viðgerðanámskeið 2. Stilling á bremsum og gírum ásamt almennu viðhaldi.
18 apríl: Hjólatúr með Hjólarækt Útivistar. Lagt af stað frá stóru brúnu húsunum neðst í Elliðaárdalnum kl. 10:00. Allir velkomnir.
18 apríl: Hjólaratleikur um höfuðborgarsvæðið fyrir alla fjölskylduna á Ferðafagnaði.
19 apríl: Sunnudagshjólatúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.
23 apríl: Viðgerðanámskeið 3. Almennt námskeið um allt í sambandi við hjólið með áherslu á drifbúnað, legur og teina.
24 apríl: Dagur umhverfisins. Dagskrá í Perlunni.
26 apríl: Sunnudagshjólatúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.
30 apríl: Vorfögnuður ÍFHK í klúbbhúsinu ! ! !
Dagskráin er aðgengileg á heimasíðu klúbbsins: www.fjallahjolaklubburinn.is Þar má sjá breytingar á dagskrá ef einhverjar verða því stundum ákveðum við viðburði með stuttum fyrirvara.
Ferða og húsnefnd