Alla fimmtudaga í mars verður opið hús á Brekkustígnum kl. 20:00-22:00. Þrír sérstakir viðburðir verða 5., 12. og 19. mars:


5. mars verður kaffihúsakvöld með sparikaffi og meðlæti. Samhliða því verður Árni Guðmundur Guðmundsson með ferðasögur af hálendinu í máli og myndum undir yfirskriftinni ,,Hjólað á fjöllum”.

12. mars verður Beth Mason með fyrirlestur. Beth er löggiltur sjúkraþjálfari og klínískur sérfræðingur í bæklunarlækningum og hefur yfir 12 ára starfsreynslu á þeim vettvangi. Hún hefur jafnframt lokið framhaldsnámskeiði í hjólauppsetningum (advanced bike fit) frá SICI (Serotta International Cycling Instittue www.sici.com ), er starfandi hjólreiðaþjálfari með leyfi frá Bandarísku hjólreiðasamtökunum (USA Cycling) og er Category 1 keppandi í götuhjólreiðum og cyclo-cross í Bandaríkjunum. Jafnframt leggur Beth stund á doktorsnám í íþróttalækningum.

19. mars: Myndasýning og ferðasögur  ,,Ferðalög erlendis”. Darri og Ormur segja frá ferðum sínum erlendis og miðla af reynslu sinni í undirbúningi fyrir ferðir og af ferðalögum erlendis. Báðir eru þeir miklir reynsluboltar og hafa frá mörgu skemmtilegu að segja.

Aðra fimmtudaga verður viðgerðaraðstaðan opin og heitt á könnunni.

Hjóltúrar verða 1., 8., 14., 15., og 22. mars:


1. mars kl. 9:30 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi í hefðbundinn hjóltúr um höfuðborgarsvæðið sem ætti að taka um tvo tíma. Leið og hraði ákvarðast af þeim sem mæta.

8. mars kl. 9:00 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi. Hjólum í Mosfellsbæ og förum í sund í Varmárlaug. Þessi ferð verður undantekning.

14. mars kl. 10:00 Lagt af stað frá stóru brúnu húsunum í Elliðaárdal. Hjólarækt Útivistar stendur fyrir þessari ferð. Sjá nánar: utivist.is/utivist/hjolaraektin/

15. mars kl. 9:30 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi í hjóltúr um höfuðborgarsvæðið sem ætti að taka um tvo tíma. Leið og hraði ákvarðast af þeim sem mæta.

22. mars kl. 9:30 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi í hjóltúr um höfuðborgarsvæðið sem ætti að taka um tvo tíma. Leið og hraði ákvarðast af þeim sem mæta.

Við minnum á að greiðsluseðlar birtast bráðlega í heimabanka klúbbmeðlima. Nýtt skírteini og fréttabréf verða send í lok mars til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið. Það er gaman að segja frá því á tímum verðbólgu og verðhækkana, að félagsgjöld ÍFHK breytast ekki milli ára. Þau eru eins og síðustu ár: 1000,- fyrir ungling (16 ára og yngri), 2000,- fyrir einstakling og 3000,- fyrir fjölskyldu.

Kær kveðja,
Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins.