Uppábúið tveggja manna herbergi - 4.000,- á mann.
Spáin er með eindæmum góð og því er ekki úr vegi að setja niður sólarvörn.
Samkvæmt hefðinni er ætlunin að grilla saman þegar á áfangastað er komið og kemur hver með fyrir sig á grillið. Þeir sem hafa áhuga geta svo fylgst með Eurovision um kvöldið. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að fara í pottinn fyrir þá sem það vilja. Við hjólum svo saman til baka á sunnudeginum þegar allir eru búnir að kýla út kviðinn. Ef einhverja spurning vakna vegna ferðarinnar er hægt að hafa samband við:
Sessy í síma: 8642776. eða Magnús í síma: 616 2904 eða senda fyrirspurn á
Að lokum vil ég hvetja alla sem einhvern áhuga hafa á ferðinni að slá til. Það hefur sýnt sig að það þarf lítið annað en reiðhjól í nothæfu ástandi og smá vilja til þess að geta klárað svona ferð. Yfirferðin hjá okkur er róleg og sjálfsögðu er enginn skilinn eftir. Með í för verður trússbíll þannig að ef einhver lendir í vandræðum kemur hann til bjargar. Bíllinn flytur líka farangur og nesti.
Sjáumst hress!
Ferðanefndin.