Málefni líðandi stundar ásamt öllu hjólatengdu rætt í góðra vina hópi. Vonumst til að sjá sem flesta - allir velkomnir.
Húsnefnd.
Aðventukvöld verður haldið 3. desember í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 20:00 til 22:00. Boðið verður uppá myndasýningu og vöfflur í sparifötum, en það köllum við vöfflur sem bornar eru fram með úrvali af: sultum, hlynssýrópi, rjóma, ís og berjum. Úrvalseðalkaffi eftir sérpöntunum hvers og eins og hátíðlegt andrúmsloft. Meðlimir úr Hjólaklúbb Skýrr koma í heimsókn og segja frá klúbbnum og Svíþjóðarferð þeirra og þátttöku í Vätternrunden keppninni sem er hjólakeppni í kringum Vätteren stöðuvatnið um 300km leið. Þetta er gríðarlega fjölmenn keppni og er gert ráð fyrir að keppendur á næsta ári verði yfir 20.000 manns og þar á meðal kapparnir frá Skýrr sem fóru fyrrnefndan leiðangur.
Málefni líðandi stundar ásamt öllu hjólatengdu rætt í góðra vina hópi. Vonumst til að sjá sem flesta - allir velkomnir.
Húsnefnd.