- Details
- Húsnefnd
Opið hús alla daga á meðan Hjólað verður í vinnuna
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn verður með opið klúbbhúsið sitt
fyrir alla á meðan að Hjólað verður í vinnuna. Allir eru velkomnir að
hjóla við á Brekkustíginn og skoða aðstöðuna, njóta leiðsagnar félaga
ÍFHK um hjólið og fá sér kaffisopa. Aðstaðan að Brekkustíg 2 verður opin
alla virka daga frá kl. 17 - 20. Á fimmtudagskvöldum verður opið fram
eftir kvöldi.