- Details
Næsta fimmtudagskvöld er þriðja og síðasta viðgerðarnámskeiðið og verða bremsur teknar fyrir. Byrjað verður að fara yfir mismunandi tegundir bremsa og svo farið í stillingu og viðhald á gjarðabremsum.
Eftir kaffi verður svo litið á diskabremsur. Sýnt verður hvernig má liðka þær til og stilla. Eins og vanalega verður opið fyrir fjörugar umræður um þessi mál.
- Details
- Húsnefnd
Í apríl heldur Fjallahjólaklúbburinn þrjú viðgerðanámskeið á reiðhjólum. Námskeiðin eru haldin fimmtudagana 5., 12. og 19. apríl í félagsaðstöðu klúbbsins að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl. 20 og námskeiðin hefjast stundvíslega kl. 20:15 á verkstæðinu á jarðhæð. Uppi verður að vanda boðið upp á kaffispjall og léttar veitingar í kaffihléi.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.
Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.
Sjá nánar hér: Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna
- Details
- Arnaldur Gylfason
Undirritaður ætlar að bjóða upp á gott kaffi og segja frá nokkrum góðum leiðum sem hann hefur hjólað Undanfarin tvö sumur. Því miður hef ég aldrei myndavél í för svo myndir verða ekki í boði en vonandi get ég glatt einhverja með frásögn af skemmtilegum leiðum.
Arnaldur
- Details
- Páll Guðjónsson
Það er nauðsynlegt að hafa góð ljós á hjólunum stóran part ársins og lengi vel vorum við með ýtarlegar úttektir á gæðum ljósa í Hjólhestinum. Hér er ágæt úttekt á 16 afturljósum frá ýmsum framleiðendum og ættu Íslendingar að kannast við sum þeirra.
Aðalatriðið er kannski hversu mikill munur er enn á ljósunum og að enn er verið að selja hálf gagnslaus ljós því miður innan um stórgóð ljós eins og sést á ljósstyrknum sem mældur er frá 800 og upp í 23000.
- Details
- Stjórnin
Arnaldur reiðir fram kaffi af miklu listfengi á efri hæðinni. Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Nýr Hjólhestur er koinn úr prentsmiðju og vantar okkur aðstoð við að
pakka honum og greiðsluseðlum fyrir póstsendingu. Það væri gaman að fá
sem flesta til aðstoðar. Boðið verður upp á pizzu og gos.
Félagsgjöldin eru komin í heimabanka flestra og sumir búnir að borga. Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá kemur nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og við spörum okkur auka póstburðargjöld. Annars er bara glænýr Hjólhestur að leggja af stað til ykkar með greiðsluseðilinn.
Þau ykkar sem ekki eruð félagsmenn ættuð að kíla á það að ganga í klúbbinn og styðja við bakið á okkur. Það kostar litlar 2000 kr sem sparast fljót með þeim afsláttum sem bjóðast gegn framvísun félagsskírteina. Sjá nánar hér .
Stjórnin
- Details
- Páll Guðjónsson
Á málþinginu verður fjallað um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri.
Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt.
Dagskrána og nánari upplýsingar má sjá á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, málþing
- Details
- Ferðanefnd
Fimmtudaginn 16. febrúar næstkomandi mun ferðanefnd
Fjallahjólaklúbbsins kynna ferðir sumarsins, dags- og helgarferðir.
Dagskráin er fjölbreytt og freistandi og allir ættu að finna ferð við
sitt hæfi. Fyrsta ferðin verður ferð á Úlfarsfell. Nánari upplýsingar
um hverja ferð er að finna á dagatali klúbbsins .
Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Kynningin hefst kl 20:30 að Brekkustíg 2.
Fleiri greinar...
Síða 28 af 63