Hjólhesturinn, mars 2012
Fróðlegt er að skoða stórauknar hjólreiðar frá 2008 í ljósi mjög öflugs áróðurs- og fræðslustarfs okkar frá sama tíma. Í Hjólhestinum 2008 kynntum við fyrst tækni samgönguhjólreiða og hversu öruggar þær eru og áfram síðan þá með útgáfu blaða í samtals 42.000 eintökum með þessu. Einnig rekum við öflugar vefsíður og nýtum samfélagsmiðla. Frá 2010 höfum við svo dreift sérstökum hjólreiðabæklingum sem er ætlað að bæta ímynd hjólreiða, berjast gegn mýtum, fræða um kosti hjólreiða og auka öryggi með kennslu í tækni samgönguhjólreiða.
Hjólhesturinn, mars 2012