Hjólhesturinn, mars 2012
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólreiðaáætlun og góð hönnun
Reykjavíkurborg hefur stigið nokkur mikilvæg skref í átt að því að bæta aðstæður þeirra sem kjósa að nota reiðhjólið til samgangna. Bæði hefur borgin útbúið og samþykkt Hjólreiðaáætlun og Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjól sem vonandi tryggja að farið verði í að leggja a.m.k. 10 km af hjólastígum árlega og að þær hjólaleiðir uppfylli þarfir hjólreiðafólks, en oft hefur verið misbrestur á því. Nágrannasveitafélögin eru líka í startholunum með svipaða vinnu og er það vel.