- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þá hefjast aftur þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins. Brottför þriðjudaginn 1. maí kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi. Hjólað er í rólegheitum í gegn um Fossvogsdalinn, vestur í bæ og endað í vöfflukaffi í Klúbbhúsinu okkar á Brekkustíg 2. Allir velkomnir.
- Details
- Húsnefnd
Á fimmtudagskvöldið kemur Haukur Eggertsson í heimsókn og segir frá sjö ferðum yfir Arnarvatnsheiði og drögum að þeirri áttundu. Haukur er þaulvanur hjólaferðum á hálendinu og um að gera að njóta mynda, frásagnar og tækifæris til spurninga. Haukur á einnig afmæli þennan dag svo honum hefur verið lofað afmælisköku og góðu kaffi. Allir hvattir til að mæta og syngja afmælissönginn.
- Details
- Páll Guðjónsson
Fróðlegt er að skoða stórauknar hjólreiðar frá 2008 í ljósi mjög öflugs áróðurs- og fræðslustarfs okkar frá sama tíma. Í Hjólhestinum 2008 kynntum við fyrst tækni samgönguhjólreiða og hversu öruggar þær eru og áfram síðan þá með útgáfu blaða í samtals 42.000 eintökum með þessu. Einnig rekum við öflugar vefsíður og nýtum samfélagsmiðla. Frá 2010 höfum við svo dreift sérstökum hjólreiðabæklingum sem er ætlað að bæta ímynd hjólreiða, berjast gegn mýtum, fræða um kosti hjólreiða og auka öryggi með kennslu í tækni samgönguhjólreiða.
- Details
- Páll Guðjónsson
LHM hefur reynt að miðla fréttum af áformum um framkvæmdir fyrir hjólafólk á vef sínum lhm.is og hefur undanfarið frést af nýjum göngubrúm og stígum allt frá Mosfellsbæ að Grindavík og í kringum Mývatn. Stærstu áformin eru líklega hjá Reykjavíkurborg sem ætlar að leggja hjólastíg frá Hlemmi meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut og með nýjum brúm allt inn í Bryggjuhverfi. Framan af verður umferð gangandi og hjólandi aðskilin.
- Details
- Árni Davíðsson
Skoðanakannanir sem eru gerðar í október ár hvert sýna mikla aukningu hjólreiða í Reykjavík frá 2008 en fjöldi hjólandi virðist hafa verið stöðugur frá um 2000. Hlutfall svarenda sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla á morgnana eykst frá um 2% 2008 upp í rúmlega 5% 2011.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra; Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%. Fæstir hjóluðu allt árið um kring í Breiðholti 7% og í Kópavogi 9%. Öll önnur hverfi voru með 10% eða meiri hlutdeild. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni frá 26. október til 6. desember 2011 höfðu 3,8% hjólað til vinnu eða skóla þann daginn.
- Details
- Morten Lange
Á stígum innan um gangandi fólk á að hjóla fremur hægt, ekki miklu hraðar en á gönguhraða þegar taka á fram úr eða mæta.
Rafmagnsreiðhjól munu einungis teljast reiðhjól ef þarf að snúa pedala til að fá aðstoð, krafturinn er að hámarki 250 W og dregur úr honum upp að 25 km/klst (Miðað við að Ísland taki upp tilskipun 2002/24 frá ESB)
Til er sjónarmið í umferðaröryggismálum sem tekur sérstakt tillit til jákvæðra áhrifa göngu og hjólreiða á lýðheilsu og umhverfi, og leggur áherslu á ábyrgð ökumanna þungra ökutækja. (Road Danger Reduction)
- Details
- Páll Guðjónsson
Reykjavíkurborg hefur stigið nokkur mikilvæg skref í átt að því að bæta aðstæður þeirra sem kjósa að nota reiðhjólið til samgangna. Bæði hefur borgin útbúið og samþykkt Hjólreiðaáætlun og Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjól sem vonandi tryggja að farið verði í að leggja a.m.k. 10 km af hjólastígum árlega og að þær hjólaleiðir uppfylli þarfir hjólreiðafólks, en oft hefur verið misbrestur á því. Nágrannasveitafélögin eru líka í startholunum með svipaða vinnu og er það vel.
Fleiri greinar...
Síða 27 af 63