Fyrirhugað er að halda þennan viðburð þann 16. Júni næstkomandi, hjóla um miðbæ Reykjavíkur og enda í síðdegishressingu í breskum anda. Verðlaun verða veitt fyrir bestklædda herran og dömuna sem og fyrir glæsilegasta fararskjótan.

Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í Tweed jakkana og draktirnar eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina í sumar og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð. Skráning og nánari upplýsingar á facebook síðu TweedRun Reykjavík.

Sjá einnig viðtal við félagana Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson sem standa fyrir þessum skemmtilega viðburði á visir.is.

 

fb-tweedrunreykjavik.jpg