- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hrönn mun þá sýna myndir og myndband frá ferð Fjallahjólaklúbbsins frá Landmannalaugum niður á Hellu með viðkomu í Dalakofanum. Húsið að Brekkustíg 2 opnar kl 20:00 og myndasýningin byrjar stundvíslega kl 20:15. Myndbandið er í heimildamyndalengd, eða yfir 40 mínútur, svo það verður sannkallað níu-bíó en áætlaður sýningartími myndbandsins er kl 21:00.
Viðgerðaaðstaðan verður opin á neðri hæð hússins eins og venjulega.
Ferðanefnd
- Details
Á opnu húsi ÍFHK næstkomandi fimmtudagskvöld verður kynning á VÄTTERNRUNDAN, stærsta afþreyingarhjólamóti í heimi með yfir 20 þúsund þáttakendum sem hjóla 300 kílómetra leið kringum VÄTTERN. Þáttakendum frá Íslandi hefur fjölgað ár frá ári og í sumar fór 11 manna hópur sem kláraði allur keppni. Hópurinn mætir með ferðasöguna í farteskinu, myndir og videó, ásamt því að spjalla við áhugasama um þáttökuna og hvað þarf að hafa í huga. Léttar veitingar verða á boðstólnum. Húsið opnar kl. 20.
- Details
- Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.
Fimmtudaginn 13. september 2012 verður haldið viðgerðar og vetrarundirbúningsnámskeið í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsinns kl 20:00 til 22:00. Farið verður yfir helstu atriði í bremsu og gírbúnaði sem og það helsta sem þarf að hafa í huga þegar vetur gengur í garð. Léttar veitingar. Námskeiðið er á „óformlegufyrirlestrarformi“ og því skráning óþörf. Frítt fyrir meðlimi ÍHFK, 1000,- fyrir aðra.
- Details
- Landssamtök hjólreiðamanna
Framundan er hjólaráðstefnan; Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla. Hún verður haldin í Iðnó 21. september frá kl. 9 - 17.
Í ár leggjum við áherslu á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi.
Til landsins koma virtir vísindamenn með fyrirlestra m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig verða innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið verður yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðjudaginn 4 september verður lokahóf þriðjudagskvöldferða, og hlýtur sá farandbikarinn sem hefur oftast mætt í sumar. Mæting í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum kl 19:30, við munum hjóla um nágrennið og enda hjá GÁP kl 20:00 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur. Hófinu lýkur svo um kl 21:00 með því að úrslit verða kunngjörð. Hákon J. Hákonarson hefur gefið Fjallahjólaklúbbnum veglegan farandbikar sem og styttu sem vinningshafinn fær til eignar. Síðar í haust verður myndakvöld í klúbbhúsinu, þar sem sýndar verða allar myndir sem hafa verið teknar í sumar, og einnig myndbönd sýnd frá þessum skemmtilegu hjólatúrum.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Árviss ferð að hausti. Hist verður við Árbæjarsafn 15. september kl. 12 og hjóluð Nesjavallaleið yfir Hengilinn og niður að Úlfljótsvatni. Náttúrufegurðin er einstök við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins og fallegt að sjá haustlitina með þessum vistvæna ferðamáta. Gist verður í góðum bústað með rúmum og svefnlofti, grillað og farið í pottinn. Hjóluð sama leið til baka. Mestur hluti leiðarinnar er á malbiki og leiðin vel fær götuhjólum, þó ekki racerum. Það eru nokkrar brattar brekkur, svo fólk þarf að vera í sæmilegu hjólaformi, en þetta er ferð sem flestir sem hafa hjólað í klukkutíma eða meira samfleytt geta farið í.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðjudaginn 17 júlí munum við hjóla út í Hafnarfjörð, skoða Hellisgerði og fara á kaffihús í miðbænum. Fólk má búast við að ekki verði komið aftur í Höfuðborgina fyrr en kl 23:00, upplagt að hafa með sér vatn á brúsa og eitthvað að maula á leiðinni til að halda uppi orkunni. Brottför frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30
- Details
- Ferðanefndin
Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar, þriðjudaginn 26.júní 2012. Mæting við Viðeyjarferju, Skarfaklettum 3 ekki síðar en kl 19:00, brottför er 19:15. Kaupa þarf miða í ferjuna (kr 1.000,00), og ef fólk vill fá sér vöfflukaffi í Viðeyjarstofu, þá er tilboð í miðasölunni, sigling og vaffla. Það verður hjólað um eyjuna, sagan skoðuð sem og hús og minjar. Siglt aftur til baka kl 22:00
Fleiri greinar...
Síða 25 af 63