Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor HR munu ávarpa ráðstefnuna. Þorsteinn Hermannsson samgönguverkfræðingur, verður fundarstjóri dagsins.

Þetta er önnur ráðstefna Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna sem haldin er í Evrópsku samgönguvikunni. Á síðasta ári héldum við Hjólum til framtíðar og nú er það Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla. Á næsta ári, 20. sept. 2013, verður það Hjólum til framtíðar 2013; réttur barna til hjólreiða.

Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla, er samvinna fjölmargra aðila. Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna vinna ráðstefnuna í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og fleiri góða aðila.

Skráning á ráðstefnuna er hér; Hjólum til framtíðar 2012; skráning.

Sjá nánar á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: Hjólað til framtíðar .