hjolreidar-aukast.png

Árlegar talningar á hjólreiðamönnum á sniðum í Reykjavík sýna svipaða þróun. Fjöldi hjólandi eykst milli 2009 og 2010 um 66% og um 50% milli 2010 og 2011. Samtals eykst fjöldi hjólandi sem er talinn milli 2009 og 2011 um 150%. Að sama brunni bera niðurstöður úr landskönnuninni Heilsa og líðan sem Gígja Gunnarsdóttir greindi frá á ráðstefnunni Hjólað til framtíðar. Þar jókst hlutfall þeirra sem hjólaði mikið milli áranna 2007 og 2009. 

Hjólhesturinn, mars 2012