- Details
- Ferðanefndin
Félagar, Þá er komið að 9. og jafnframt síðustu sumarferð klúbbsins á þessu ári. Farið verður í fremur létta helgarferð upp í Árnessýslu nk. föstudag, gist tvær nætur í Hólaskógi og hjólað eftir leyndum stígum og götum útfrá gististað.
Allar skráningar og upplýsingar eru hjá
Endilega skráið ykkur sem fyrst
- Details
Í upphafi samgönguviku í ár, þann 16. september, standa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu með yfirskriftina Hjólum til framtíðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó. Áhersla ráðstefnunnar er á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin.
Þrír erlendir fyrirlesarar eru væntanlegir til landsins vegna ráðstefnunnar en auk þeirra munu íslenskir fyrirlesarar flytja erindi. Þar á meðal er innanríkisráðherra sem ávarpar ráðstefnuna og tekur þátt í pallborðsumræðum.
Dagskrá og skráning hér
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðjudaginn 6 september verður lokahóf þriðjudagsferða. Mæting
eins og venjulega við Fjölskyldu og húsdýragarðinn kl 19:30, þaðan
hjólað í grillpartý hjá GÁP og snæddar pylsur með öllu. Það er tvísýnt
hver er sigurvegari í ár, en gefandi mætingabikarsins er Hákon J.
Hákonarson, sem einnig hefur gefið klúbbnum veglegan farandbikar.
Kv. Hrönn
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
8. sumarferð Fjallahjólaklúbbsins nk. sunnud. 4. sep. Nú verður sett í lága drifið og haldið áfam á sömu braut og þegar Svínaskarðið var hjólað fyrr í sumar. Krefjandi dagsferð um Skarðsheiði um 50 km leið. Hittumst við Ölver kl. 11. Hjólað verður bratt og gróft. Erfiðleikastig 8/10. Þetta puð hentar þeim sem vilja reyna rækilega á sig og hjólin.
- Details
Þá er komið að 7. sumarferð IFHK sem að þess sinni er 2 daga fremur auðveld hjólaferð frá Landmannalaugum að Hellu. Gist verður á leiðinni, í Dalakofanum við góðan kost.
Ferðatilhögun er eftirfarandi:
- Details
Á fyrsta degi Evrópsku Samgönguvikunnar 2011, 16. September munu Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólaráðstefnu í Reykjavík. Aðalþema ráðstefnunnar er efling hjólreiða og hvernig vinna má að hjólaframkvæmdum fyrir lítið fé.
Unnið er að því að fá 2 – 3 erlenda fyrirlesara til landsins en auk þess verður Þorsteinn Hermannsson ráðgjafi í Innanríkisráðuneytinu, Umferðastofa og fleiri innlendir aðilar með framsögu. Fundarstjóri verður Gísli Marteinn Baldursson.
- Details
- Páll Guðjónsson
Einar Þ. Samúelsson mun hjóla í kringum landið dagana 2. - 16. júlí til þess að safna áheitum fyrir aðstandendur Bjargar Guðmundsdóttur og bróður hennar Kristinn Guðmundssonar. Björg glímdi við MND en lést úr krabbameini 7. júní síðastliðinn. Kristinn glímir við MND sem er ólæknandi taugahrönunarsjúkdómur. Hægt er að heita á hjólagarpann með því að hringja eða senda sms í númerið 904 1407 og gefa þar með 1407 kr. Það samsvarar einni krónu fyrir hvern hjólaðan kílómetra en gert er ráð fyrir að hjóla fyrir Hvalfjörðinn og verður vegalengdin því 1407 km. Verkefnið hefur fengið nafnið „Á sumu má sigrast“ og má finna allt um það á heimasíðunni: http://www.asumumasigrast.is einnig á www.facebook.com/asumumasigrast
- Details
- Jón Guðmundar- og Selmuson
Reiðhjólaunnendur nær og fjær.
Keðjuverkun stefnir á að opna hjólanýtinguna yfir sumarmánuðina á nýjum stað í hjarta borgarinnar. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Keðjuverkun svokallað kollektív sem var stofnað í fyrrasumar. Meira um Keðjuverkun hér: http://kedjuverkun.org/info/ -Uppfært- Keðjuverkun er til húsa ofarlega á Skólavörðustíg .
Við björgum hjólum sem eru á haugunum eða á leiðinni þangað og breytum þeim í einföld götuhjól eða gerum þau upp. Síðasta sumar fór fjöldi hjóla frá Keðjuverkun aftur á götuna sem annars hefðu lent í hjóla-grafreitnum, Eldhús Fólksins eldaði mat, hljómsveitir héldu tónleika og gestir lásu róttækar bókmenntir á Andspyrnu bókasafninu.
Fleiri greinar...
Síða 31 af 63