Laugardagur 13. ágúst kl. 8.00 Þátttakendur mæta á Brekkustíg 2 kl. til
að setja hjól sín og farangur í trússið. Síðan er haldið af stað áleiðis
upp í Landmannalaugar. Þaðan verður hjólað í Dalakofann: vegalengd um
40 km á malarvegi.
Sunnudagur 14. ágúst kl. 10:30 Við hjólum frá Dalakofanum um Rangárbotna
á Hellu, mestmegnis undan halla og þar af leiðandi þægilegt og stoppum
reglulega á leiðinni til að njóta náttúrufegurðar og félagsskaps hvert
annars. Loks verður komið á Hellu, þar sem hjólin og þreytt og ánægt
fólk verða tekin á bíl og ekið til Reykjavíkur. Vegalengd: 55 km.
Skráningar hefjast hér með í netfangið
Verð kr. 10.000. Innifialið er gisting, trúss og kvöldmatur í Dalakofanum.
Þessi ferð var ein sú vinsælasta hjá klúbbnum hér áður fyrr en hefur
ekki verið á dagskránni í nokkurn tíma. Hér má sjá gamlar myndir úr ferðum
klúbbsins 1994 og 1995 .