Fyrsta ferðin verður farinn laugardaginn 1. október 2011. Síðan verður farið hvern laugardag fram til 26. nóvember. Vikulegar upplýsingar birtast á Facebook síðu LHM: Landssamtök hjólreiðamanna.
Mæting er á Hlemmi milli 10:00 og 10:15 og er hjólað af stað kl. 10:15. Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borgina og höfuðborgarsvæðið eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma.
Sjá nánar hér .
Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á
laugardagsmorgnum. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum
hjólreiðamönnum hversu
auðvelt er að hjóla í borginni. Þessar ferðir eru ekki ósvipaðar
þriðjudagskvöldferðum Fjallahjólaklúbbsins á sumrin en áherslan er hér á
samgönguhjólreiðar í borginni og mikið lagt upp úr spjalli og rólegri
ferð.