Eftir að hafa staðið vaktina með umsjón félagatalsins af alúð og elju
síðan hún var formaður hefur hún Alda Jóns nú látið af því starfi. Við
þökkum henni innilega fyrir frábært starf öll þessi ár. Það er ekki
lítill tími sem hefur farið í að halda utan um þetta og nákvæmnisverk að
halda í góðu horfi. Eins og allt í Fjallahjólaklúbbnum þá er þetta
starf unnið kauplaust af hugsjón í sjálfboðavinnu. Fyrstu árin sá Magnús
Bergsson um félagatalið, síðar tók undirritaður við í nokkur ár en Alda
hefur staðið vaktina lengst í 22 ára sögu klúbbsins.
Hrönn Harðardóttir tekur við sem fjórði umsjónarmaður félagatalsins
sem hefur nú hlotið sér netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fyrir neðan er gömul mynd af henni frá formannsárunum á Austurbugt.
Það húsnæði var rifið vegna Hörpu og kúbburinn fékk núverandi húsnæði á
Brekkustíg 2. Það var rétt fokhelt og stýrði Alda góðum hópi sem
standsetti það húsnæði. Sjá nokkrar myndir hér .