- Details
- Páll Guðjónsson
Efni óskast í fréttabréfið
Við minnum á að það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla. Þetta verður hefðbundið fréttabréf en ekki „Hjólreiðabæklingur fullur af dönskum dömum“ eins og einhver komst að orði um sérútgáfunar í fyrra og 2010.
Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki, hugsanlega eftir innblástur úr Hjólreiðabæklingunum sem við höfum dreift samhliða Hjólað í vinnuna keppninni síðustu tvö vor.
Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
Skilafrestur á efni er út mánuðinn. Þó væri gott að heyra sem fyrst frá þeim sem eru með efni í undirbúning. Hver síða rúmar 6-700 orð / 3200-3500 slög en minna með myndum. - Það er skemmtilegra að hafa myndir með og reynum við að hafa amk. eina flotta opnumynd ef að líkum lætur. Eldri Hjólhesta má lesa hér..
Einnig vantar okkur aðstoð við að afla auglýsinga til að fjármagna blaðið.
Ritnefnd