Áætlaður ferðatími: 5-6 klst. fyrri daginn og 4-5 klst. síðari daginn (ca 50 km).  Fólk taki með rúmföt (lak, kodda- og sængurver), sundföt og handklæði fyrir heita pottinn.  Kjöt á grillið (ferðanefnd skaffar meðlæti, kartöflusalat, grænmeti og sósu), drykkjarvörur að eigin vali.  Ferðanefnd sér um að allir fái næringargóðan morgunverð, það verður hafragrautur í boði.  Farangri verður skutlað yfir í bústaðinn og aftur heim, en annars þarf fólk að hafa með sér skjólgóðan fatnað, aukapeysu til að bregða yfir sig í pásum, hjól í góðu standi, pumpu og aukaslöngu.

Erfiðleikaflokkun: 6 af 10.

Fararstjóri í ferðinni er Hrönn Harðardóttir.  Upplýsingar og bókanir: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 823-9780