- Details
- Sigurður Grétarsson
25 maí: Hafnarfjörður - óbyggðir. Dagsferð
Dagsferð. Hjólað verður frá Sundhöll Hafnarfjarðar eitthvað upp fyrir bæinn, að Hvaleyrarvatni og skoðaðir fáfarnir slóðar. Lengd ferðar fer eftir veðri og vindum og verður nokkuð byrjendavæn, búast má við allt að 50 km, 3-4 tímum. Svo verður endað í heitu pottunum í Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu.
Farið verður af stað frá Sundhöll Hafnafjarðar um kl. 11 og endað þar. Þeir sem vilja geta síðan farið í laugina af ferðinni lokinni.
Byrjað verður á því að fara út að Garðaholti og þaðan síðan þvert yfir Álftanesið að Álftanesvegi. Þaðan verður síðan hjólað eftir göngustígum að Fjarðarkaupum og inn í iðnaðarhverfið og síðan að Ikea.
Eftir það verður farið eftir stíg þaðan upp á Heiðmerkurveg. Þar verður hjólað í átt að Hveleyrarvatni. Þegar kemur að afleggjaranum að Hvaleyrarveatni verður skoðað eftir hópnum og veðri hvort skotist verður upp í Kaldársel eða farið beint að Hvaleyrarvatni þar sem hjólað verður meðfram vatninu inn á Krísuvíkurveg. Þaðan verður svo hjólað inn að og í gegnum Vallarhverfi og þaðan niður að smábátahöfninni.
Þaðan verður síðan hjólað sem leið liggur inn í Sundhöll og þeir sem vilja geta síðan slakað á í heita pottinum þar.
Kveðja
Siggi