Helgina 25-27 september munum við hjóla um sveitir Vesturlands.
Fyrri daginn munum við hjóla 30 km, hjólum frá Klapparholti yfir Hvítá, auðveldan hring í sveitinni og förum niður að Hvanneyri og tökum púlsinn þar. Sameiginleg máltíð um kvöldið. Gist er í góðum bústað með heitum potti, þar sem ljúft verður að láta ferðaþreytuna líða úr sér í góðra vina hópi. Bústaðurinn er 9 km norður af Borgarnesi. Hjólaferð dagsins er að mestu á jafnsléttu og malbiki.
Seinni daginn hjólum við Lundareykjadal, 30 km hringur á malarvegi fram hjá nokkrum sveitabæjum. Á leiðinni í bæinn munum við stoppa í Borgarnesi, snæða saman hamborgara og kveðjast með virktum og tárum.
Ferðin kostar 8.000 krónur, innifalið er gisting, kvöldverður og hafragrautur tvo morgna. Við munum sameinast í bíla og keyra í bústaðinn á föstudaginn. Kostnaður per farþega og reiðhjól er 3000 krónur sem greiðist bílstjóra.
Bókun sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., takið fram hvort þið getið boðið far eða vantar far.
Myndina að ofan tók Hrönn 2013. Reyndar ekki alveg á sömu slóðum og þessi ferð heldur í næsta dal.