---
Vinsælasta hjólaferðin okkar undanfarin ár. Ferðatilhögun:
Laugardagur 24. ágúst kl. 8.00: Þátttakendur mæta á Brekkustíg 2 til að setja hjól sín og farangur í trússið. Síðan er haldið af stað áleiðis upp í Landmannalaugar. Þaðan verður hjólað í Dalakofann: vegalengd um 40 km. á malarvegi. Snæddur sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka, glaumur og gleði.
Sunnudagur 25. ágúst kl. 10:30. Hjólað frá Dalakofanum um Rangárbotna á Hellu, mestmegnis undan halla og þar af leiðandi þægilegt og stoppað reglulega á leiðinni til að njóta náttúrufegurðar og félagsskapar hvers annars. Loks verður komið á Hellu, þar sem þreytt og ánægt fólk skellir sér í sund og fær sér ís. Hjólin verða sett á bíl og ekið til Reykjavíkur.
Vegalengd: 65 km.
Erfiðleikaflokkun: 7 af 10.
Innifalið í verði er far frá Reykjavík upp í Landmannalaugar, flutningur á reiðhjóli og farangri, gisting í Dalakofanum (svefnpokapláss), kvöldverður á laugardegi (lambalæri) hafragrautur á sunnudeginum og far frá Hellu til Reykjavíkur eftir hjólaferðina.