Næsta dag er lagt af stað um hádegisbil og hjóluð sömu leið til baka. Það er gistirými fyrir 16 manns, svo það þarf að bóka sig fyrirfram í ferðina. Sendið email á
- Details
- Hrönn Harðardóttir Hrönn Harðardóttir
Eurovision helgarferð - Nesjavellir

Lagt af stað laugardaginn 10 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústöðum með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldi (innifalið í verði), drykkjarföng að eigin vali, rúmföt (lak, sængur og koddaver), tannbursta og sundföt. Trússbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í. Það er sjónvarp í bústöðunum og hægt að fylgjast með Eurovision keppninni sem er á laugardagskvöldið.
Skráið ykkur á póstlistann
Framundan:
07. apríl 2025 19:00 - 21:00 Opið Verkstæði |
21. apríl 2025 19:00 - 21:00 Opið Verkstæði |
05. maí 2025 19:00 - 21:00 Opið Verkstæði |
19. maí 2025 19:00 - 21:00 Opið Verkstæði |
02. jún 2025 19:00 - 21:00 Opið Verkstæði |
Fjallahjólaklúbburinn
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.