Nú er unnið að skipulagningu æfinga fyrir næstu mánuði. Áfram verða hjólaæfingar á fimmtudögum en frá og með 1. mars mun hópurinn einnig hittast um helgar, ýmist laugardag eða sunnudag, og hjóla lengri ferðir um höfuðborgarsvæðið. Þegar líður á vorið mun hópurinn kíkja eitthvað útfyrir höfuðborgina og til dæmis kynnast Kjósinni á hjóli. Stefnan er svo tekin á 2-3ja daga hjólaferð um miðjan júní. Ekki hefur verið ákveðið hvert skal haldið enda margar skemmtilegar helgarferðir í boði.
Í fyrra tóku nokkrir úr hópnum þátt í Bláalónsþrautinni og stefnt er að því að skrá lið frá Almenningsíþróttadeildinni í 2014 þrautina. Það er því nóg um að vera á næstu mánuðum hjá hjólahópnum og eru áhugasamir hjólarar velkomnir með. Það kostar ekkert að prófa æfingu og hitta hresst hjólalið.
Umsjón með hjólreiðahópnum hefur Bjarney Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og hjólafærnikennari. Mikil áhersla er lögð á að allir geti tekið þátt í æfingunum og engu máli skiptir úr hvaða hverfi borgarinnar þátttakendur eru. Nánari upplýsingar um hjólreiðahóp Almenningsíþróttadeildar Víkings gefur Bjarney í síma 696-3984 eða á netfangið
Bjarney Gunnarsdóttir