- Details
- Ferðanefnd
Fimmtudaginn 15 febrúar verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl 20:00 og kynningin hefst kl 20:15. Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Viltu skrifa í fréttablað Fjallahjólaklúbbsins, Hjólhestinn? Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins eða prívat og bara allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.
- Details
- Páll Guðjónsson
Átt þú skemmtilegar hjólamyndir úr ferðum eða hjólatúrum sem þig langar að sýna öðrum og segja frá? Hefur þú gaman af að skoða skemmtilegar hjólamyndir?
Fimmtudaginn 8. febrúar bjóðum við upp á “opinn skjá” þar sem þeir sem vilja geta boðið upp á stutta myndasýningu frá skemmtilegum hjóladögum. Við ætluðum að hafa þetta 1. febrúar en frestum myndasýningunni um viku vegna veðurviðvörunar á höfuðborgarsvæðinu 1. feb.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í vetur verður opið fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði. Frá 20:00 til 22:00 Það verður opið hús hjá okkur 16 nóvember og 7 desember. Þá munum við halda aðventuhátíð. Nánari upplýsingar um hana verða sendar út síðar. Frá 8 desember verður lokað fram yfir áramót. 4 janúar fögnum við nýju ári i gamla góða Klúbbhúsinu okkar.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn 26. október 2017, Brekkustíg 2, kl. 20.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 26. október 2017. Það var helst að frétta að rekstur félagsins gengur vel og við eigum gott starfsár að baki. Góðar ferðir voru farnar og voru öllum þáttakendum og skipuleggjendum færðar þakkir fyrir. Veglegt fréttablað ÍFHK, Hjólhesturinn kom út í vor. Þriðjudagsferðir voru farnar í allt sumar og vikulega var opið hús.
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólaðar eru dagleiðir í nágrenni Víkur. Við munum skoða Þakgil, Litlu Heiði og fleiri markverða staði á Suðurlandi. Dagleiðirnar eru stuttar, 30-40 km, að mestu á möl og það er töluvert um brekkur fyrri daginn.
- Details
- Páll Guðjónsson
Skráning er hafin í Hvítasunnuferðina þar sem hjólaður verður góður hringur um Suðurland og yfir á Reykjanes. Hjólað verður með allan farangur og gist í tjaldi.
Fleiri greinar...
Síða 11 af 63