Þetta og fleiri atriði eru á meðal þess sem gefur stig í hjólavæni vinnustaða. 25 - 49 stig gera brons, 50 – 74 silfur og yfir 75 stig er gull. Hæsta skor er 100 stig. Fram til dagsins í dag er enginn kominn með skor yfir 90 stig en mögulega nokkrir á leiðinni.
Nánast öll ráðuneyti landsins, nokkrar stofnanir, einn háskóli og eitt sveitarfélag eru í úttektarferli og ætla að útskrifast í lokaathöfn Hjólað í vinnuna í vor. Veturinn hefur verið nýttur í gera það meira aðlaðandi að koma á hjóli á vinnustaðina fyrir gesti og starfsmenn .
Í ársskýrslu Vínbúðarinnar 2016, sem var fyrsta fyrirtækið til að hljóta Gullvottun, er vottunarinnar getið í 11. kafla Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir og samfélög.
Eins kom það fram í umsókn Landspítalans vegna umverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017, að spítalinn væri með 11 hjólavottaðar starfsstöðvar .
Hjólafærni á Íslandi annast úttekt vinnustaðanna og veitir ráðgjöf um úrbætur. Hjólavottun var búin til af Hjólum.is, sem er samfélagslegt samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landsbankans, Vínbúðarinnar, Varðar, Rio Tinto, Landsvirkjunar, Reykjavíkurborgar og TRI.
Hjólavottunin gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
Heimasíða verkefnisins er www.hjolavottun.is
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrktu Hjólafærni árið 2017 til að hefja vegferð Hjólavottunarinnar á meðal ríkisstofnana, sem eina leið til að ná markmiðum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu frá 2016.
Áhugasamir um Hjólavottunina eru hvattir til að hafa samband við Hjólafærni í s. 864 2776 eða með því að senda línu á
Mynd efst: Í maí 2017 fengu RB gullvottun og Íbúðalánasjóður og Reykjalundur silfurvottun.
Sesselja Traustadóttir
Birtist fyrst í Hjólhestinum mars 2018.