Það er mikilvægt að þetta verði lagað því gera má ráð fyrir að vistvæn farartæki verði meira áberandi í samgöngumynstri okkar Íslendinga. Rafreiðhjól eru reiðhjól en rafbifhjól eru bifhjól í skilningi laga og gilda ólíkar reglur um þessi farartæki t.d. hvað varðar skattlagningu, skráningu o.s.frv. Það skiptir því verulegu máli að hægt sé að greina á milli þeirra í innflutningi. Eins og sakir standa lenda bæði rafreiðhjól, sem flokkast undir reiðhjól, og rafbifhjól (létt bifhjól í flokki I)  í sama tollflokki: 8711.9021.

Vorið 2015 var með breytingu á umferðarlögum kveðið á um að rafbifhjól yrðu skráningarskyld ökutæki hjá Samgöngustofu. Samgöngustofa hefur ekki hafist handa við skráningu þeirra og vandséð hvernig það er hægt ef þau eru ekki aðgreind frá rafreiðhjólum í innflutningi.

 

Hjólhesturinn 25. árg. 1. tbl. mars. 2016