Senda þarf inn nafn, kennitölu, gsm númer, tölvupóst og ósk um vegalengd og hvort maður vill vera undan- eða eftirfari. Haft verður samband við viðkomandi í næstu viku með nánari tilhögun. Fundur verður í klúbbhúsinu fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20 til undirbúnings og farið yfir hlaupaleiðina.

Vegalengdirnar sem eru í boði eru 42 km, 21 km, 10 km og 3 km. Tveir undanfarar og tveir eftirfarar eru á hverri hlaupavegalengd nema í 3 km þar sem eru eingöngu undanfarar.

Leiðin er sýnd á korti hér: http://marathon.is/kort/kort.

Dagskrá hlaupsins er hér: http://marathon.is/hlaupidh/dagskra-hlaupdags.

Sjálfboðaliðar frá Fjallahjólaklúbbnum hjóla fyrir og eftir keppendum í Reykjavíkurmaraþoninu