Kæru félagar, líkt og undanfarin ár hefur Reykjavíkurmaraþon farið þess á leit við okkur að aðstoða við framkvæmd hlaupsins þann 20. ágúst næstkomandi. Áhugasamir klúbbfélagar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins. Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins. Fjallahjólaklúbburinn hefur lengi veitt aðstoð sína á þessum skemmtilega degi og þetta er mikilvægur þáttur í fjáröflun klúbbsins. Áhugasamir um þáttöku í þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í sambandi við Árna, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm 862 9247.
Senda þarf inn nafn, kennitölu, gsm númer, tölvupóst og ósk um vegalengd og hvort maður vill vera undan- eða eftirfari. Haft verður samband við viðkomandi í næstu viku með nánari tilhögun. Fundur verður í klúbbhúsinu fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20 til undirbúnings og farið yfir hlaupaleiðina.
Vegalengdirnar sem eru í boði eru 42 km, 21 km, 10 km og 3 km. Tveir undanfarar og tveir eftirfarar eru á hverri hlaupavegalengd nema í 3 km þar sem eru eingöngu undanfarar.
Leiðin er sýnd á korti hér: http://marathon.is/kort/kort.
Dagskrá hlaupsins er hér: http://marathon.is/hlaupidh/dagskra-hlaupdags.