Leiðin er grófur og fremur illfær malarvegur, brekkur og vöð á leiðinni. Gist í tjaldi og eldað á prímus. Lítil verslun er í Norðurfirði sem og sundlaug.
Gerð er krafa um að hjólin séu í góðu standi svo þau bregðist ekki á miðri leið. Mælt er með því að hafa með sér alla þá sér íhluti sem hjólin þurfa, t.d. dropout / gírhengja, keðjulás o.þ.h.
Allir sem ætla að fara þurfa að geta borðið sinn eigin farangur og mat, raunar vera ekki neinum háður. En auðvitað er hið besta mál að sameinast um búnað.
Bíll:
Reykjavík - Hólmavík: 300 km.
Hjól:
Hólmavík - Norðurfjörður: 106 km.
Trékyllisheiði: 60km.
Alveg að Hólmavík: 23 km.
Ferðatilhögun:
Miðvikudagskvöld 13.júlí :
Ekið til Hólmavíkur. Hittumst kl. 19:00 við N1 í Mosfellsbæ (Hjá Krónunni o.fl.).
*Gist í Hólmavík og hjólin gerð tilbúin.
Gist í tjaldi / gisting.
Fimmtudagur 14. júlí :
*Hólmavík - Kaldsbaksvík : 73 km.
Malbikað alveg í Drangsnes (33km). Malarvegur að mestu eftir það. Gist í tjaldi.
Föstudagur 15. júlí :
*Kaldbaksvík - Krossneslaug : 61 km.
Malarvegur. Farið yfir hátt skarð (Fýlsdalsfjall). Þéttbýlasti kjarninn með verslun og sundlaug. Tjald / gisting.
Laugardagur 16. júlí :
*Norðurfjörður - Ingólfsfjörður - Trékyllisheiði : 45 km.
Norðurfj. - Ingólfsfj. : 15 km.
Ingólfsfj. - T.heiði : 30 km.
Töluverð hækkun upp á heiðina. Malarvegur. Tjald.
Sunnudagur 17. júlí :
*Trékyllisheiði - Hólmavík : 30 + 23 km.
Ekið heim.
Þeir sem hyggjast fara í þessa ferð, skrái sig með því að senda tölvupóst á
Látið vita ef vantar far eða getur boðið far.
Mikilvægt er að hafa veðrið þokkalegt, svo ef spáin er ekki ferðinni í hag, þá tekur fararstjóri sér það bessaleyfi að slá ferðinni á frest ef honum þykir ástæða til.
Mynd úr fyrri ferð á Vestfirði - tengist ekki þessari ferð.