Laugardagur 11. júní:
Ferðin hefst kl. 10 á tjaldstæðinu Stykkishólmi og hjólað er í Bjarnarhöfn og tekið kaffistopp. Þaðan útí Berserkjahraun og loks endað á Stykkishólmi í sund og síðan út að fá sér matarbita. Gisting er í höndum hvers og eins, en flestir hafa í þessari ferð á liðnum árum notað tjaldstæðið á svæðinu. Vegalengd 55 km og ekki tæknilega erfitt.
Sunnudagur 12. júní:
Tökum saman föggur okkar og ökum með hjólin út að Hjarðarfelli og hjólum gömlu Vatnaleiðinar til norðurs og síðan nýju vatnaleiðina til suðurs. vegalengd um 35 km og tæknilega ögn krefjandi en engum ofviða. Að loknum þessum hjóladegi verður ekið í bæinn og stoppað í hamborgara í Borgarnesi samkvæmt hefðinni.
Kostnaður er 3 þúsund fyrir bílfar. (þáttakendur sameinast í bíla) + tjaldstæði.
Þeir sem hyggjast fara í þessa ferð, skrái sig hjá fararstjóranum Örlygi Sigurjónssyni: