Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldi og hafragrautur í morgunmat (innifalið í verði), drykkjarföng að eigin vali, rúmföt (lak, sængur- og koddaver eða svefnpoka þarf að taka með), tannbursta og sundföt. Trússbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í. Næsta dag er lagt af stað um hádegisbil og hjóluð sömu leið til baka.
Bókanir sendast í email á
Fararstjóri er Hrönn Harðardóttir, gsm: 823-9780 Erfiðleikastig 6 af 10. Leiðin er að mestu á malbiki, en brattar brekkur reyna á þol þáttakenda. Fín leið til að prófa formið fyrir ferðir sumarsins. 5-7 klst í austurátt, 4-6 í vestur.