Ef þið viljið tilkynna einhverjar breytingar, t.d. breytingar á fjölskylduáskrift, má gera það á felagatal@
Við fáum heimilisföng sjálfkrafa úr þjóðskrá, svo það þarf ekki að tilkynna breytt heimilisföng.
Hjólhestum og skírteinum verður svo pakkað í Klúbbhúsinu 19 mars, það verður stofnaður viðburður þegar nær dregur. Öllu verður komið til félagsmanna fyrir mánaðarmótin mars/apríl.
-Stjórnin
Hjólhesturinn
Það fer að styttast í loka skilafrest á efni í fréttabréfið okkar Hjólhestinn en við miðum við næstu mánaðamót.
Það má skrifa um flest tengt hjólreiðum og ykkar reynslu og upplifunum á reiðhjólinu. Klúbburinn fagnaði 30 ára afmæli á síðasta ári og væri gaman að fá gamlar reynslusögur af fyrstu kynnum ykkar af klúbbnum, fyrstu ferðinni eða hvað eina.
Efni má senda á ifhk@fjallahjolaklubburinn eða sem svar við þessum pósti.
Ritstjórnin