Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestast vegna covid og verður ný dagsetning auglýst síðar.
Opið hús fellur niður á næstunni samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestast vegna covid og verður ný dagsetning auglýst síðar.
Opið hús fellur niður á næstunni samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stórn klúbbsins geta haft samband í netfangið ifhk@
Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.
Ennfremur er auglýst eftir tillögum að lagabreytingum. Þær verða að berast stjórn ÍFHK amk. 14 dögum fyrir aðalfund.
Núgildandi lög ÍFHK má lesa hér: Lög ÍFHK
Lagabreytingartillögur:
Í vinnslu eru lagabreytingar til að samræma núverandi lög við kröfur Fyrirtækjaskrár.
Sjáumst á aðalfundinum,
Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins.