Dagskrá aðalfundar:
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara
-
Skýrsla stjórnar lögð fram
-
Reikningar lagðir fram til samþykktar
-
Lagabreytingar
-
Ákvörðun félagsgjalds
-
Kosning stjórnar
-
Önnur mál
Lagabreytingartillögur:
Stjórnin tók saman breytingatillögur til að samræma núrverandi lög / samþykktir ÍFHK við kröfur Fyrirtækjaskrár og má lesa þær hér: Tillögur að breytingum á samþykktum ÍFHK.
Leitast var við að halda inni öllu sem snýr að stafseminni svo hún þarf ekki að breytast en bætt inn atriðum eins og að félagið standi ekki í atvinnurekstri, að stjórnin fari með málefni félagsins, hver er með firmaritun og slíkt. Dagsetning aðalfunda er líka færð nær félagsárinu þar sem skírteinin gilda frá mars út febrúar næsta árs.
Núgildandi lög / samþykktir ÍFHK má lesa hér: Lög ÍFHK
Sjáumst á aðalfundinum,
Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins.