Dagleiðin er 25 km og við áætlum að 4-5 tímar fari í hana. Keyrum yfir í Hólaskóg, sem er skáli með svefnpokagistingu. Sameiginleg máltíð um kvöldið og hafragrautur í morgunmat. Það þarf að taka með nesti fyrir hjólaferðirnar og það sem fólk vill drekka um kvöldið. Enginn bar eða sjoppa á staðnum.
Næsta dag hjólum við frá skálanum, 30 kílómetra, að mestu á malarvegum. Hjólum niður brekkuna að Búrfellsvirkjun, komum við í Gjánni og skoðum þjóðveldisbæinn Stöng. Hjólaferðin á sunnudegi mun taka 5-6 tíma, enda er margt að sjá og óendanleg náttúrufegurð sem þarf að gefa sér tíma í. Við munum t.d. ganga niður í Gjána og gera gott stopp þar.
Á leiðinni í bæinn munum við stoppa í einhverri hamborgarabúllu og fá okkur snæðing áður en leiðir skilja og hver heldur til síns heima.
Verð er 8 þúsund pr mann (innifalið gisting, kvöldverður og morgunverður), ef fólk þiggur far, þá greiðir það bílstjóra 3000 fyrir sig og reiðhjólið. Báðar leiðir. Þetta verð miðast við félagsmenn, árgjaldið er 2500 krónur sem myndi þá bætast við fyrir utanfélagsmenn. Látið vita ef þið eruð vegan.
Erfiðleikastig er 5 af 10, allir í sæmilegu hjólaformi ráða við þessa ferð. Nú þegar hafa 13 manns skráð sig í ferðina og hámarksfjöldi er 18.
Þátttaka tilkynnist til umsjónaraðila ferðarinnar,