Ef þið hafið ekki tök á að koma þetta kvöld þá gerðum við nokkur viðgerðamyndbönd í covid þegar allt var lokað. Þau má finna hér og dunda sér við viðgerðir heima í stofu:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLxLpv311hrk-HdoEWWZ4HTpa6Mid-DkWr
Opið hús á Sævarhöfða 31, mánudaginn 7. apríl 2025 frá kl. 18:00 til 21:00. Þar verður sýnikennsla, hvernig eigi að skipta um dekk á reiðhjóli. Öll verkfæri til staðar. Fólk getur prófað að skipta sjálft og fengið aðstoð hjá reynsluboltum Fjallahjólaklúbbsins og Reiðhjólabænda. Um kl. 19:00 verða vöfflur í boði á kaffistofunni inn af verkstæðinu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Það væri gott að melda sig á Facebook viðburðinn, svo við getum skipulagt okkur með verkfæri og áætlað magn af vöfflum og rjóma.
Ef þið hafið ekki tök á að koma þetta kvöld þá gerðum við nokkur viðgerðamyndbönd í covid þegar allt var lokað. Þau má finna hér og dunda sér við viðgerðir heima í stofu:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLxLpv311hrk-HdoEWWZ4HTpa6Mid-DkWr