- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Skarðsheiði
Vegalengd: 48 km (hringur)
Upphafsreitur GPS 64 25 693N 21 48 378W
MöL 70% Malbik 30%
Heildarhækkun 500 m.
Ferðin hefst við bæinn Efra Skarð við Leirársveitarveg (504) og liggur norður á Skarðsheiðina austan við Snóksfjall. Línuveginum er fylgt norður að Mófellsstaðavegi (507) og þaðan er farið niður á Þjóðveg 1 eftir Borgarfjarðarbraut. Fremur erfið hjólaleið í byrjun vegna bratta og lausagrjóts en skánar eftir því sem líður á.