- Details
- Arnaldur Gylfason
Marardalur + Reykjadalur
Hjóluðum frá Nesjavallavegi inn á stíg sem liggur meðfram Marardal og svo um Engidal. Enduðum við Hellisheiðarvirkjun. Frábær leið. Fengum svo skutl yfir á Ölkelduháls og hjóluðum niður Reykjadalinn niður í Hveragerði. Alveg frábært.
Ath að beygt er af þjóðvegi þar sem merkt er Ölkelduháls. Keyrt er inn eftir uns komið er nálægt Ölkelduhálsi. Þar er beygt til hægri þarsem eru 2-3 járnstangir við veginn (var líklega hlið). Aðeins ofar og í hvarfi er borhola. Ef keyrt er/hjólað upp veginn, tekinn hægri kaflinn þar sem hann skiptist í brekkunni og endað við háspennumastur uppi er farið niður um 50 m grasbrekku og þar komið á stíginn niður í Reykjadalinn austan meginn.