- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Garðar Erlingsson
Í þriðjudagsferðinni 11/8/2009 var farið kl 19 frá Fjölskyldu
og húsdýragarðinum eins og venjulega í sumar. Stefnan er tekin á Gróttu sem er
náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og
útlit var fyrir þetta kvöld. Að þessu sinni var brugðið útaf vananum og
er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni.
- Details
- Axel Jóhannsson
Hjólakeppni í Noregi? Ert þú búin að skrá þig? Hlynur líka, Kjarri,
Steini, Gísli og Emil frá Arctic trucks? Ætlar þú ekki að skrá þig? Jú,
auðvitað er ég með. Hvenær er þetta? Í ágúst, já, flott! Hvað er þetta
langt? 100 km. Ertu eitthvað verri? Ég hef aldrei hjólað lengra en 20
km í beit og var alveg að...
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það var fríður og föngulegur hópur hjólreiðafólks sem lagði af stað frá Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum um kl. 19, þriðjudaginn 4 ágúst. Ekkert okkar vissi hvert förinni var heitið, en við vonuðum að Garðar forystugarpur myndi leiða okkur á vit óvissu og ævintýra. Veðurspáin var rigning, nema hvað og mátti sjá suma svartsýna stoppa hér og þar og klæða sig í regnbuxur. En veðurguðirnir voru með okkur, það ýrði úr loftinu, rétt mátulega mikið til að gróðurinn ilmaði einstaklega vel.
- Details
- Gerti van Hal
Það var árið 1997. Eftir svakalegar gönguferðir um afskektustu svæði skosku hálandanna og finnska Lapplands vildi ég komast að því hvort hjólreiðaferðir væru líka eitthvað fyrir mig. Á ferðaskrifstofu fyrir ævintýraferðir komst ég yfir amatörískan hjólreiðabækling frá Íslandi. Þar las ég um ferðir um hin ósnortnu víðerni hálendisins. Ævintýri! Ótruflaður í vikulöngu ferðalagi í gegnum hrikalegt og einmanalegt landslag, þetta var áfangastaðurinn minn.
- Details
- Ben Searle
Árið 1933 fór Horace Edward Stafford Dall fyrstur allra yfir auðnir Sprengisands á farartæki með hjólum. Farartækið var Raleigh þriggja gíra reiðhjól með lokaðri keðjuhlíf. Það var mánuði seinna sem fyrst var farið yfir sprengisand á mótordrifnu farartæki. Ben Searle segir söguna.
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) var stofnaður í þjóðgarðinum í Skaftafelli
5. júlí 1989 og er því orðinn 20 ára. Það hefur margt breyst frá upphafsárum klúbbsins, t.d. öll tækni og þekking tengd reiðhjólunum og jákvæð viðhorf til þeirra sem hjóla. Hvað varðar náttúruna þá hefur mikið breyst á stórum svæðum, vegna virkjana m.a. Ekki eru allir heldur á því að auðveldara aðgengi að hálendinu sé til bóta. Í tilefni dagsins eru hér nokkrar myndir af þeim félögum Magnúsi Bergssyni og Gísla Haraldssyni í ferðinni sem gat af sér klúbbinn okkar.
- Details
- Hildur Eiríksdóttir
ÍFHK skipulagði ferð frá Kaupmannahöfn til Berlínar sumarið 2008. Þessi
leið var merkt árið 2000 þegar þessar borgir voru menningarborgir
Evrópu. Skipuleggjendur voru Sesselja Traustadóttir og Kjartan Guðnason
og voru þau einnig fararstjórar í ferðinni. Þegar Sesselja
samstarfskona mín talaði um ferðina í vinnunni stóðst ég ekki mátið,
gekk í klúbbinn og skráði mig í ferðina. Ekki var ég alveg viss um að
ég gæti þetta í hópi íslenskra fjallahjólagarpa sem eiga flóknari
hjólaferilskrá en ég. Ég lét mig samt hafa það – ég kæmi þá bara
síðust í næturstað og þættist hafa tafist við að skoða umhverfið á
leiðinni.
- Details
- Margrét Friðriksdóttur
Þessi pistill fjallar um hjólreiðar. Þeir sem eru nú þegar búnir að
átta sig á gagni þessa fararmáta þurfa ekki að lesa lengra. Þið hin sem
rákuð augun í þennan pistil og hafið ekki enn uppgötvað það – lesið
áfram...
Mín hjólasaga nær ekki langt aftur, tja... svona u.þ.b. átta ár aftur í tímann. Hún hófst þegar góður vinur bauð okkur hjónum í hjólatúr ásamt fleirum ... svona helgarferð. Ætlunin var að fara hringinn umhverfis Skorradalsvatn.