- Details
- Stefán Sverrisson
Ég var staddur á Ísafirði annað sumarið í röð að hitta
fjölskyldumeðlimi. Það var tilhlökkun í hjarta mínu því að ég hafði
ákveðið að fara í aðra hjólaferð á svæðinu eftir skemmtilega og
eftirminnilega hjólaferð milli Ísafjarðar og Flateyrar sumarið áður.
Eins og fyrr var óákveðið hvaða leið skyldi fara en samt var það farið
að heilla mig að fara nú í norðurátt frá Ísafirði í átt að Hnífsdal og
Bolungavík. Ég skoðaði kortið og sá að það væri tilvalið að taka
stefnuna á Skálavík þangaðsem fjallvegur var merktur og fjarlægðin frá
Ísafirði var mátuleg. Ég hafði leigt mér hjól á Ísafirði, sem var
líklega sama hjólið og ég leigði sumarið áður, Mongoose-fjallahjól með
framdempara. Ég lagði af stað klukkan 5 um morguninn í blíðskaparveðri
og tók stefnuna á Hnífsdal og var fljótlega kominn þangað. Þar voru
miklar framkvæmdir vegna Óshlíðarganganna sem og vegaframkvæmdir þar sem
átti að koma nýr vegur meðfram ströndinni í Hnífsdal sem leit út eins
og hraðbraut beint inn í Óshlíðargöngin. Ég stoppaði stutt í Hnífsdal og
fór út í Óshlíðina sem er eins hrikaleg og ég hafði gert mér í
hugarlund. Há grindverk eru alls staðar meðfram veginum til að hindra
grjóthrun og hamrabeltin hangandi yfir manni eins og þau væru tilbúin að
ráðast á mann.
- Details
- Áslaug Ármannsdóttir
Við vinkonurnar ákváðum síðasta vetur að fara hjólaferð um Vestfirði
núna í sumar. Kveikjan að því að við ákváðum að fara yfir
Breiðadalsheiði var grein sem birtist vefriti Fjallahjólaklúbbsins. Þar
var lýst hjólatúr sem farin var yfir Breiðadalsheiði sumarið 2009.
Þessi vegur var aflagður 1995 þegar göngin milli Ísafjarðar og Flateyrar
voru tekin í notkun. Ofangreindar þrjár konur ákváðu því að hafa
Breiðadalsheiðina sem fyrstu dagleið á ferð sinni frá Ísafirði suður
yfir Snæfellsnes. Mæðgurnar Áslaug og Sigrún bjuggu árum saman á
Flateyri og höfðu oft farið þessa leið í bíl og þekktu því leiðina mjög
vel úr bílglugga. Rétt er að taka fram að engin bilun varð á leiðinni
þótt farið væri um mjög grýtta vegi og gíraskiptingar væru að stríða
sumum.
- Details
- Jón Hjartarson
Fjallahjól eru skemmtileg tæki til ferðamennsku. Undirritaður hefur
stundað ferðalög á fjallahjólum sl. 12 ár og hjólað velflesta
hálendisvegi landsins auk annarra leiða. Í sumar, 2010, var farin
þriggja daga ferð á Síðumannafrétti og er sú ferð ein sú
alskemmtilegasta sem ég hef farið á hjóli fyrir ýmsa hluta sakir.
Í fyrsta lagi er leiðin krefjandi, hækkun á fyrsta degi samtals milli
600 og 800 m, vegir fjölbreytilegir, frá venjulegum fjallavegum til
vegaslóða gegnum hraun þar sem menn verða að vanda sig. Í öðru lagi er
landslagið fjölbreytilegt og margt að skoða og í þriðja lagi býður
leiðin upp á hvorutveggja að hjóla með allan búnað eða láta trússa og
hjóla aðeins með til dagsins. Gist er í skálum.
- Details
- Alissa Rannveig Vilmundardóttir
Fyrir ári síðan þegar ég sagði fólki að ég ætlaði að hjóla í kringum
Ísland til styrktar krabbameinsrannsóknum fékk ég misjöfn viðbrögð.
Sumir voru spenntir, aðrir voru efins, enn aðrir vissu hreinlega ekki
hvernig ætti að bregðast við svona fréttum. Hins vegar voru flestir
sammála um að ég væri klikkuð. Ég hafði aldrei tekið þátt í, hvað þá
skipulagt eins míns liðs, svona stórt átak. Ég vissi ekki einu sinni
hvar ég átti að byrja!
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var farin vel heppnuð ferð í Veiðivötn fyrstu helgina í október. Ferðasöguna má lesa á bloggi Hjóla Hrannar.
Myndir úr ferðalaginu má sjá hér:
Hjólahrönn tók þessar: http://picasaweb.google.com/hjolahronn/VeiIvotn#
Örlygur tók þessar: http://good-times.webshots.com/album/578712687pRxpHL
Haraldur þessar: http://picasaweb.google.com/halli3409/HjolaferInnAVeiIvotnFjallahjolaklubbnum#
- Details
- Páll Guðjónsson
Á Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni og um miðborgina undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn.
World Naked Bike Ride hreyfingin stendur fyrir fáklæddum hjólalestum víða um heiminn og þangað má rekja innblásturinn að þessum viðburð þó eitthvað sé nektin minni. Sumir klæddu sig í anda Cycle Chic og komu klæddir flottum fötum, litasamhæfð með hönskum og öllu. Ein hafði sérsaumað grænt öryggisvesti með endurskyni.
- Details
8788492 og losa! Búin að kaupa sólarhringsleigukort að og
París er mín. Svona einfalt er að ferðast um París fyrir 1 evru á dag.
Við sannreyndum það mæðgur á ferð okkar um borgina á dögunum. Fyrir
þessa einu evru vorum við með afnot af Velib’ hjóli í sólarhring og
komumst á einkar ánægjulegan hátt um alla borgina.
Stöðvarnar liggja þétt og við höfðum hvert hjól í 30 mín. í senn. Utan við húsið okkar í hverfi 9 voru 28 m í næstu hjólastöð. Þar biðu þau eftir okkur; u.þ.b. 20 hjól í röð sem við gátum valið á milli. Ég valdi alltaf hjól sem var með heilleg handföng og virtist í góðu standi. Einstaka sinnum mátti sjá hjól með slitna keðju eða laskað að öðru leyti. Hins vegar er líklegt að þau hafi verið fljótlega fjarlægð af starfsmönnum JCDecaux og einkennandi var hversu heilleg flest hjólin voru.
- Details
- Jóhannes Andri Kjartansson
Síðan ég var unglingur og gekk Laugaveginn svokallaða hefur mig alltaf
langað til að hjóla þessa leið en aldrei látið af því verða fyrr en
nýlega. Í september 2008 ákvað ég ásamt tveimur vinnufélögum, þeim
Ásmundi og Davíð, að hjóla þessa leið áður en veturinn gengi í garð.
Ætlunin var að hjóla í einni lotu þessa 55 km með stuttum stoppum í þeim
fjórum skálum sem eru á leiðinni og vonandi ekki vera lengur en 12-14
klst niður í Langadal, Þórsmörk.
- Details
- Stefan Sverrisson
Ferðamenn: Stefán Birnir Sverrisson
Dagsetning 29.7.2008
Vegalengd: 50 km
Mesta hæð: 621 m
Hjól: Mongoose-fjallahjól með framdempara, leigt á Ísafirði