- Details
- Hrönn Harðardóttir
Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 20. nóvember 2021. Hellisskógur er leynd perla hinu megin við brúna á Selfoss. Þangað hjóluðum við, kíktum á hellinn sem er í miðjum skóginum, aftur til baka og skoðuðum einstaklega vel heppnaðan miðbæ Selfoss. Fengum okkur að borða, skruppum í sund og svo var haldið heim á leið.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 3, október 2021. Einhver skjálftavirkni gerði vart við sig á Höskuldarvöllum, líkur jukust á eldgosi þar og því ákváðum við að fara og skoða svæðið áður en það hyrfi undir hraun. Akvegurinn er skelfilegur, einungis fær jepplingum og þaðan öflugri bílum og því hjóluðum við frá Keflavíkurvegi. Þetta svæði mætti gera aðgengilegra fyrir almenning, hvílík náttúrufegurð steinsnar frá byggð.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Engidalur. Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 2. ágúst 2021. Örn, reynslubolti í okkar röðum hefur oft hjólað og gengið inn í Engidal. Lögðum bílunum við Hellisvirkjun og hjóluðum þaðan inn í Engidal. Leiðin er ekki löng en torfær á köflum. En ákaflega fallegt í bakgarði höfuðborgarinnar.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Um miðjan mars var ég full af samúð. Til Grindvíkinga, sem hristust með reglulegu millibili. Hlutir féllu úr hillum og fólki varð ekki svefnsamt. Ég, búandi í Reykjavík hristist líka og þótti mér stundum nóg um. Því skipulagði ég hjólaleið um Þingholtið. Nornareið, sem myndi vekja drekann á holtinu svo hann gæti barist við óvættinn á Reykjanesi. Þetta svínvirkaði, um það leiti sem hjólaleiðin rann úr prentaranum, hætti skjálftavirknin og eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 26. júní 2021. Árni hjólafærnimeistari skipulagði 70 km hring, þar sem hjólað var yfir allar helstu göngu- og hjólabrýr á höfuðborgarsvæðinu, 21 talsins.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fyrir neðan eru myndir úr dagsferð Fjallahjólaklúbbsins að eldgosinu í Geldingadal 24 maí 2021.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fjallahjólaklúbburinn á grind fyrir bíl sem tekur 4 reiðhjól. Hún kom í góðar þarfir þegar við ákváðum að bjóða upp á dagsferð að gosinu. Þegar ferðin var skipulögð, var Suðurstrandarvegur lokaður og planið var að hjóla frá Grindavík, upp og niður Ísólfsskálabrekku og fara svo malarslóða inn að Nátthaga og ganga þaðan upp að Geldingadölum. En þá var Suðurstrandavegur opnaður og við það styttist hjólaleiðin all verulega. Til að við fengjum eitthvað hjólerí út úr deginum, þá kannaði ég slóða í nágrenninu og sá að við gætum hæglega hjólað 8 km. Gönguleiðin var um 4 km, svo úr þessu varð 6 tíma dagsferð. 8 ef við tökum með ökuferðirnar og hamborgaraát að loknu góðu dagsverki.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Sumarið 2020 var svolítið öðruvísi. Í miðjum heimsfaraldri héldum við okkar striki með þriðjudagskvöldferðirnar. Enda dásamlegt að hjóla um höfuðborgina og nágrennið. Við ákváðum að breyta um brottfararstað og fara frá Mjódd í stað Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Við rákumst á gamalt plan og ákváðum að fylgja því að mestu. Þess vegna var farið oftar í Heiðmörk og úthverfi en áður.
- Details
- Haukur Eggertsson
Við feðgar (4 og 45 ára) áttum, þegar landið var kóflaust, laugardaginn 13. júní 2020, erindi í fermingarveizlu norður í Húnavatnssýslur. Þar sem hálendið hafði ekki opnað og veðurspár voru samdóma um að veður yrði skást á landinu norðaustanverðu, ákváðum við að nýta ferðina og taka með okkur reiðhjól og vagn. Fengum við far með systur minni til veizlu en far frá veizlu til Akureyrar með móðurbróður mínum, sem einnig sótti ferminguna; gistum hjá honum aðfaranótt sunnudags.
- Details
- Grétar William Guðbergsson
Kjölur, 28. – 30. júlí 2020
Við Guðrún Hreinsdóttir vorum búin að tala um að hjóla Kjöl við tækifæri. Þ.e.a.s. ef góð veðurspá væri framundan og við í fríi. Mig minnir að hugmyndin hafi komið eftir að ég keyrði Kjöl á leiðinni heim eftir hálendisferðina 2019. Svo laugardaginn 25. júlí, að mig minnir, hringdi hún í mig og sagði að það væri góð spá framundan og hvort ég væri ekki til í að fara. Ég hélt það nú. Ég hafði svo samband við Kolbrúnu Sigmundsdóttir og Jón Torfason til að athuga stöðuna á þeim. Þau voru á leið í bæinn, að vestan og voru að sjálfsögðu til í að koma með. Brottfarardagur var ákveðinn 28. júlí og við ætluðum að hjóla suður sem er þægilegri leið þó að hækkunin sé aðeins meiri.