- Details
- Tyler Wacker
Aðeins ein vika leið frá því ég kláraði 11.000 kílómetra ferð þvert yfir Bandaríkin og þar til ég var staddur á Keflavíkurflugvelli að setja saman nýtt hjól og að hefja aðra ferð. Nokkrum mánuðum áður, í lok mars 2020, hafði ég gert hlé á stóru hjólaferðinni minni um Bandaríkin til að leita skjóls fyrir heimsfaraldrinum heima hjá foreldrum mínum í Texas. Nú finnst manni þetta hafa gerst fyrir löngu síðan.
- Details
- Vefstjóri
Þriðjudagskvöldferðirnar hafa farið vel af stað þetta sumarið. Ríflega 30 manns hafa mætt í ferðirnar, en við höfum hjólað Vestur í bæ, upp í Grafarholt, kring um Kópavog, upp í Heiðmörk og kíkt á kaffihús í Nauthólsvík.
Er ekki kominn tími á að rífa sig upp úr sófanum og koma með okkur eina kvöldstund?
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Árni Davíðsson bretti niður skálmarnar á hjólabuxunum, gerði sér lítið fyrir og var mætingameistari þriðjudagskvöldferða Fjallahjólaklúbbsins árið 2019. Fékk hann að launum Hjólabókina, eftir meistara Ómar Smára, blóm og konfekt.
- Details
- Haukur Eggertsson
Í lok júlí sköpuðust aðstæður fyrir mig að fara í nokkuð langa hjólaferð. Ég hef lítil hjólað á hálendinu norður af Vatnajökli og þar sem langvarandi austanátt var í spilinum, beindi ég sjónum mínum að upphafsstað á Austurlandi. Ég fékk far til Akureyrar á föstudagskveldi, gisti hjá Ingvari frænda mínum og ætlaði að hefja leiðangurinn á laugardagsmorgni með því að taka strætó til Egilsstaða upp á Möðrudalsöræfi.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Afmælishátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin með pomp og prakt 27. júlí. Við ákváðum að hafa þetta aðeins veglegra en pylsuhátíð vestur í bæ. Leigðum bústað uppi í Heiðmörk og buðum upp á grillveislu, kaffi, köku, bjór, rautt, hvítt og gos.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Í nokkur skipti hefur Fjallahjólaklúbburinn staðið fyrir lengri hjólaferðum erlendis. Ein slík var skipulögð síðasta vor og farin 2. til 9. september 2019. Það gekk á ýmsu í undirbúninginum en allt hafðist að lokum og varð að snilldar ferð sem gleymist seint.
- Details
- Andreas Macrander
Rigning, rigning, rigning... Eiginlega vildum við í fjölskyldunni njóta sumarsins úti á hjóli og í tjaldi. En í fyrra voru sunnanáttir ríkjandi og oftast var grátt og blautt í Reykjavík. En sem betur fer er alltaf einhver landshluti á Íslandi þar sem sólin skín og þegar veðurspáin var skoðuð varð ljóst að ferðin lægi á Norðurland.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hvað ungur nemur, gamall temur. Ég fann Fjallahjólaklúbbinn fyrir tæpum áratug. Ég hef farið óteljandi ferðir með klúbbnum, kynnst urmul af skemmtilegu fólki og átt ófáar gleði- og gæðastundir með hjólafólki á öllum aldri. Þegar ég var beðin um að koma inn í ferðanefnd, þá taldi ég að ég hefði ekkert þangað að gera, ég þekki ekkert af hjólaleiðum eða gististöðum. En smám saman lærir maður af öðrum og nú hef ég skipulagt fjölmargar hjólaferðir fyrir Fjallahjólaklúbbinn.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það spáði ekki góðu helgina sem planið var að hjóla á Vestfjörðum. En við fengum þó einn góðan dag. Mjóifjörður tók á móti okkur í sparifötunum, það var logn og prýðis hiti. Eitthvað var um útidúra, skroppið upp að Eyrarfjalli og skoðuð falleg laut þar sem brekkan byrjar. Svo kílómetrafjöldinn var 37 eftir ánægjulegan hjóladag.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fyrsta þriðjudagskvöldferðin var 1 maí. Það var við hæfi að koma við á Langholtsvegi og heiðra minningu Helga Hóseassonar Síðan var haldið í Klúbbhúsið í vöfflukaffi.