Við leggjum af stað alla þriðjudaga í sumar frá Mjódd, strætómiðstöðinni kl 19:30 og hjólum í einn og hálfan til tvo tíma.  Hraða er stillt í hóf (fjölskylduhjólahraði) og mikið lagt upp úr samveru og skemmtilegum hjólaleiðum.
Hér má sjá myndir úr ferðum sumarsins og nokkrar af þeim leiðum sem við höfum hjólað og einnig fyrir neðan.

Dagskráin framundan:

  • 7 júlí – Geldinganes.
  • 14 júlí – Óvissuferð
  • 21 júlí – Rauðavatn / Reynisvatn
  • 28 júlí – Grunnuvötn Heiðmörk
  • 4 ágúst – Mosfellsbær
  • 11 ágúst – Silungapollur
  • 18 ágúst – Breiðholt
  • 25 ágúst – Lokahóf og mætingameistari krýndur

 

Svipmyndir úr þriðjudagskvöldferðum ÍFHK 2020

Fyrsta þriðjudagskvöldferðin 5. maí var, samkvæmt hefð í gegn um Fossvogsdalinn, út í Klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins, þar sem Geir og Tryggvi buðu upp á heimabakað bakkelsi.

 

Fuglaskoðun í Grafarvogi 12 maí.  Hjólað þaðan meðfram sjónum út í Gufunes.  Gætið ykkar á bryggjunni, hún er hrörleg.

 

Þriðja kvöldferðin 19. maí var upp á Laugarás, í gegn um Laugardal og út á Laugarnes.  Með viðkomu í smábátahöfninni.

 

26. maí tókum við hring um gamla Kópavog og enduðum uppi á Víghól.  Þaðan er gott útsýni.

 

2. júní hjóluðum við góðan stíg sem liggur á milli póstnúmer 109 Seljahverfis og 201 Kópavog.  Þaðan í vesturátt út í Garðabæ, tókum hring á Arnarnesinu og enduðum á Catalinu, til að fagna opnun kráa á Íslandi.  Allt í rétta átt í Covid málum hérlendis.

 

23. júní var farið í Heiðmörkina

 

30. júní var hjólað um Austurbæinn að Öskjuhlíð og endað í kaffi á Nauthól.  Á leiðinni skoðuðum við nokkra almenningsgarða.