Árni mætti í 12 af 17 ferðum sumarsins. Tryggvi og Hrönn sáu um að leiða hópinn. Geir sá um lokahófið, hélt það heima hjá sér, bakaði vöfflur, lagaði kakó og dúkaði borð. Höfðingi heim að sækja.
Við munum halda áfram þessum skemmtilega sið, að hjóla saman um Reykjavík og nágrenni á þriðjudagskvöldum í sumar. Fyrsta ferðin verður hefðbundið vöfflukaffi í klúbbhúsinu, en síðan mun dagskráin ráðast. Annað hvort munum við ákveða fyrirfram hvert eigi að hjóla, það verður þá tilkynnt á Facebooksíðu klúbbsins. Eða ákveða það á staðnum, það er alla vega ekki freistandi að hjóla upp í Breiðholt með 15 metra á sekúndu í fangið. Þá er nú betra að hjóla um Elliðaárdalinn, en inn á milli trjánna má finna skjól í hvaða veðri sem er.
Fyrsta kvöldferðin verður 5 maí og við munum hjóla út ágúst og jafnvel lengur ef við verðum í stuði. Við hjólum frá Mjódd, strætómiðstöðinni kl 19:30. Hjólum í cirka einn og hálfan tíma og það er róleg yfirferð, lögð áhersla á félagsskap og góða samveru. Allir félagsmenn og velunnarar Fjallahjólaklúbbsins eru velkomnir.
Frá vinstri: Hrönn, Geir, Árni og Tryggvi.
Myndir Hrönn Harðardóttir.
Birtist fyrst í Hjólhestinum, mars 2020.