Það er mikil gróska í hjólasportinu á Íslandi rétt eins og öðrum hliðum hjólreiða. Nú er nýlokið fjölmennustu hjólreiðakeppninni Bláalónskeppnin og að byrja sú lengsta WOW cyclothon sem nær hringinn í kringum landið.
Hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Hjólað er um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 km. Miðað við 30km meðalhraða tekur keppnin um 48 klukkustundir.
Þeir sem að keppninni standa sjá fyrir sér stóra, árlega og alþjóðlega hjólakeppni í íslensku miðnætursólinni.
Hægt er að fylgjast með stöðunni live á vefnum: www.wowcyclothon.is/stadan/
Hér eru nokkrar myndir frá upphafi keppninnar þegar keppendum hjóluðu í fylgd almennings eftir Sæbrautinni og úr bænum.