- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það mátti sjá margan jeppakallinn snúa sig úr hálsliðnum síðastliðna helgi, en þá fór Fjallahjólaklúbburinn með nýju hjólakerruna sína jómfrúarferð upp í Landmannalaugar.
- Details
- Vefstjóri
Ferð ÍFHK um nýliðna helgi, frá Landmannalaugum á Hellu, með viðkomu í Dalakofanum, norðan Laufafells var fjölmenn og góðmenn. 18 þátttakendur voru í ferðinni sem hófst í Laugum 13. ágúst kl. 14.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fjallahjólaklúbburinn hefur verið með ferðir á þriðjudagskvöldum í sumar og svo verður áfram út ágúst. Lagt er af stað frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30. Hraða er stillt í hóf og ekki er ákveðið fyrir fram hvert skuli farið, heldur ræðst för af formi, óskum og uppástungum þátttakenda.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fjallahjólaklúbburinn fer öll þriðjudagskvöld frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum kl 19:30, og eitt kvöldið var farið út í Viðey og hjólað um eyjuna.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgi hinna miklu sprenginga. Það byrjaði með því að ég staflaði dótinu mínu út úr bílnum á tjaldstæðinu á Arnarstapa, ætlaði að fá mér mjúkt sæti, sængin mín og koddarnir þrír voru allir með í för ofan í svörtum ruslapoka. Pokinn sprakk með ægilegum gný og vakti þá sem höfðu farið snemma í háttinn.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í tilefni þess að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem hjálmanotkun er leidd í lög fyrir 14 ára og yngri og ráðherra gefin opin heimild til að útvíkka ákvæðið fyrir fullorðna án samþykkis Alþingis er við hæfi að kynna stefnu ECF gagnvart slíkri löggjöf.
Efnislega er þetta líka afstaða Landssamtaka hjólreiðamanna.
Stefna evrópusamtaka hjólreiðamanna, the European Cyclists’ Federation (ECF) gagnvart reiðhjólahjálmum og löggjöf um þá.
Hjólreiðamenn lifa lengra og heilbrigðara lífi; alvarleg höfuðmeiðsl eru sjaldgæf og gögn sem mæla með hjálmanotkun og lögboðinni hjálmaskyldu orka tvímælis. Helstu áhrif hjálmaskyldu hafa ekki verið aukið öryggi hjólreiðamanna heldur að fæla fólk frá hjólreiðum, og grafið undan heilsufarslegum ávinningi hjólreiða og öðrum kostum sem þeim fylgja. Því skorum við á þingmenn að 1) einbeita sér að gamalreyndum aðferðum sem hvetja til hjólreiða og velferðar hjólreiðamanna; 2) viðurkenna að kostir hjólreiða vega margfalt þyngra en áhætta; 3) forðast að hvetja til eða skylda notkun reiðhjólahjálma án traustra sannana um að slíkt sé gagnlegra og hagkvæmara en aðrar öryggisráðstafanir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Tillaga Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins rifjuð upp
Árið 1981 eða fyrir 30 árum starfaði Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins
hér og lagði meðal annars fram hugmynd að aðalhjólreiðastígakerfi fyrir
allt höfuðborgarsvæðið sem vert er að rifja upp. Þar var aðal áherslan
á að bjóða fólki vandaðan valkost við að hjóla í þungri umferðinni á
stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins með víðtæku stígakerfi. Af hverju
þessar leiðir eru ekki komnar 30 árum seinna og af hverju skipulagsvinna
hvers sveitafélags á höfðuborgarsvæðinu í dag tekur lítið tillit til
hinna skil ég ekki. Það eru jafnvel lagðir stígar að næsta sveitafélagi
sem enda bara þar ef næsta sveitafélagi hentar ekki að láta leiðina
halda áfram.
- Details
- Stefán Sverrisson
Ég var staddur á æskuslóðum mínum, á Melum í Svarfaðardal. Ég var fullur eftirvæntingar því að loksins ætlaði ég að fara í ferðina sem ég var búinn að hugsa um svo lengi, að hjóla yfir Heljardalsheiði. Heljardalsheiði var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar áður fyrr, áður en akvegur var lagður yfir Öxnadalsheiði. Akvegur hefur aldrei verið lagður yfir Heljardalsheiði en vegslóði var gerður yfir heiðina á níunda áratug seinustu aldar, sem er orðinn frekar torfær í dag.
- Details
- Svanur Þorsteinsson
Undirritaður hafði gengið með þá hugmynd að hjóla upp með Hvítá að austanverðu í Kerlingafjöll og þaðan austur að Þjórsá og niður í Þjórsárdal. En það vantaði einhvern til þess að fara með. Síðastliðinn vetur kom vinur minn og fyrrverandi vinnufélagi að máli við mig og spurði hvort ég hefði ennþá áhuga á þessari hjólaferð. Kvað ég svo vera og sagðist hann einnig hafa áhuga á að hjóla þessa leið. Síðar bættist vinnufélagi í hópinn, en af persónulegum ástæðum gat hann ekki farið í ferðina þegar til kom, en bauðst til að skutla okkur á byrjunarstað. Við settumst niður til að spekúlera í þessu og ákváðum að fara 14. júlí og áætla 5 daga í ferðina. Undirbúningur hófst með því að æfa sig í hjólreiðum og byggja upp þol. Við settum niður GPS punkta af leiðinni sem við tókum af Íslandskorti á ja.is sem síðar reyndust ekki vera mjög nákvæmir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Áhrif aukinna hjólreiða á bætta lýðheilsu, í baráttunni við offitu,
hjartasjúkdóma, streitu, þunglyndi, mengun og ótal önnur atriði eru með
því mesta sem völ er á og því ætti að hlúa að hjólreiðum og efla en ekki
kæfa þær með óþörfum boðum og bönnum. Það þarf að höfða til þeirra sem
eru líklegir til að skipta um ferðamáta, fremur en þeirra sem nú þegar
hjóla.
Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga eru ný boð og bönn lögð á
hjólreiðamenn. Við erum við ekki að fjalla um þær góðu og gildu
umferðarreglur sem þar eru heldur óþarfar íþyngjandi reglur um klæðaburð
og leiðaval. Til stendur að setja í lög í fyrsta skipti að fólki verði
bannað að hjóla nema það sé með öryggishjálm á höfði. Þó ákvæðið gildi
aðeins um þá sem eru undir 15 ára aldri er líka opnað fyrir ráðherra að
útvíkka þessar reglur til allra aldurshópa og setja svipaðar reglur um
skyldunotkun á nánast hverju sem kalla má „öryggisbúnað“ s.s.
endurskinsvestum á hjólreiðamenn, hestamenn og gangandi vegfarendur.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Þegar hjólað er yfir kletta, drasl og sérstaklega glerbrot á
fjallahjóli, geta þessir hlutir gatað dekk og slöngur. Sprungin slanga
þýðir loftlaust dekk og þú kemst ekki lengra, þarft að taka fram
verkfærin og gera við ef þú ert ekki svo séð/ur að vera með auka slöngu.
Þetta er algengt hjá þeim sem hjóla mikið.
Svo komu kevlar dekkin fram. Kevlar efnið er mjúkt efni sem svipar til
striga en hefur um 5 sinnum meira slitþol en stál. Kevlar er notað á
tvennskonar hátt í dekkjum, annars vegar í staðinn fyrir stálvírinn í
dekkinu næst gjörðinni og hinsvegar í þunnu ofnu lagi á milli ytra
gúmmís og innra efnis sem formar dekkið. Þegar kevlar efnið er notað í
staðinn fyrir stálvírinn verður hvert dekk um 60 grömmum léttara og hægt
er að brjóta eða rúlla því mjög þétt upp án þess að skemma það, en það
er ekki hægt með venjuleg dekk. Þegar kevlar er notað í hliðar dekks og
sjálfan banann er þyngdarmunurinn ekki svo mikill en dekkið verður mun
sterkara og þolir betur glerbrot og oddhvassa hluti.
- Details
Einkabíll er ekki nauðsynlegur. Hann er aðeins óhóflegur lúxus ökumanns á kostnað annarra sem í kringum hann eru; fólks, samfélags og náttúru. Þótt bílaframleiðendur reyni um þessar mundir hver í kapp við annan að mæla með sínum „vistvænu“ bílum þá leysa þeir sáralítinn vanda. Flestir þessara „vistvænu“ bíla eru aðeins að skipta um vélar og sumir losna við púströrið, öll hin vandamálin munu áfram þjaka samfélag, skipulag og umhverfi. Allir krefjast þeir rýmis og mikillar orku sem jarðarbúar ættu frekar að spara en að sólunda í færslu á þungu farartæki.
- Details
- Sverrir Bollason
Væri ekki frábært ef allt höfuðborgarsvæðið væri samtengt með neti
hjólastíga, hjólareina og blandaðra gatna? Væri ekki líka unaður að geta
hjólað í fríið um landið vítt og breitt á öruggum vegum? Svona draumum
þarf að koma á blað til að þeir geti ræst. Undanfarið hef ég verið að
skoða hvernig svona hugmyndir er best fyrir komið á blaði.
Í Reykjavík er í gildi hjólreiðaáætlun sem samþykkt var fyrir rúmu ári
síðan. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið jafn meðvituð skref í átt að
gerð betra umhverfis fyrir hjólreiðafólk.
- Details
- Harpa Stefánsdóttir
Skoðun á borgarlandslaginu út frá sjónarhorni hjólreiðamannsins.
Að
hvetja til aukinna samgönguhjólreiða er flókið fyrirbæri og margt þarf
að koma til. Í borg eins og Reykjavík, þar sem hlutfall hjólandi er
lágt í samanburði við aðra ferðamáta er mikilvægt að sýnilegar
hjólaleiðir liggi frá íbúðahverfum að vinnustöðum og öðrum
áfangastöðum, um umhverfi sem hentar og virkar hvetjandi til hjólreiða.
Einkum þarf að hafa í huga að umhverfi hjólaleiða laði að þann hóp sem
líklegastur er til að skipta um farartæki, hjóla oftar í stað þess að
keyra á einkabíl. Undirrituð vinnur um þessar mundir að doktorsverkefni
í borgarskipulagi við háskólann að Ási í Noregi. Viðfangsefnið er að
skoða hvernig mismunandi borgarrými hvetja eða letja fólk til
samgönguhjólreiða í bílmiðuðu umhverfi. Reykjavík er aðalviðfangsefnið
en unnar verða samanburðarrannsóknir við aðrar borgir, einkum í
Skandinavíu. Fundið verður gott og vont hjólreiðaumhverfi sem hægt er að
draga lærdóm af. En verkefnið fjallar ekki bara um samgönguhjólreiðar.
Heldur er það ekki síst skoðun á gæðum borgarlandslagsins, bílmiðuðu og
dreyfðu umhverfi í samanburði við aðlaðandi borgarrými, út frá
sjónarhorni hjólreiðamannsins og ferðahraða hans.
„Hvað ætlar þú að gera í sumar ?“
„Heyrðu, ég fer á hjólaráðstefnu. það verður gaman. “
„Heh, þið hjólið þá í hringi í nokkra daga og reynið að tala saman?“
„Það líka, en annars er þetta nokkuð hefðbundin fagráðstefna, og hæfilega stór í sniðum.“
- Details
- Björgvin Hólm
Þriðjudagur 4. Maí 1993. Ferð hefst
Björgvin Hólm
19. nóvember 1934 til 3. apríl 1999
Nokkar setningar úr ferðalýsingunni hafðar sér, og prentaðar með stærri stöfum.
Annars tjalda ég oft í skógarrjóðrum hinu megin við fjörðinn.
Það var byrjað að skafa yfir veginn, og sumstaðar varð ég að leiða hjólið yfir smá skafla.
Gamli bærinn er fremst við ósinn, og berst þar fyrir lífi sínu sem athafnarsvæði.
Hjólið er hérna rétt fyrir utan tjaldið, og regndroparnir hreinsa það af ryki veganna.
Og áður en ég vissi af, hafði ég rúllað 80 km á átt til Siglufjarðar.
En kvaddi þau síðan og sagði „Tsjá“ við Ítalann, þótt ég viti ekki , hvernig eigi að skrifa það.
Ég er einn af þeim mönnum , sem aldrei gat sætt sig við „video-innrásina“
- Details
Síðastliðið skólaár tók greinarhöfundur ársleyfi úr hefðbundinni kennslu við grunnskóla til þess að hjólavæða Ísland í nafni Hjólafærni á Íslandi (HFÍ). HFÍ er fræðasetur um hjólreiðar og hefur að markmiði að miðla fræðslu og þekkingu um allt er að reiðhjólum lýtur til þeirra er þess óska.
- Details
- Stefán Sverrisson
Ég var staddur á Ísafirði annað sumarið í röð að hitta fjölskyldumeðlimi. Það var tilhlökkun í hjarta mínu því að ég hafði ákveðið að fara í aðra hjólaferð á svæðinu eftir skemmtilega og eftirminnilega hjólaferð milli Ísafjarðar og Flateyrar sumarið áður. Eins og fyrr var óákveðið hvaða leið skyldi fara en samt var það farið að heilla mig að fara nú í norðurátt frá Ísafirði í átt að Hnífsdal og Bolungavík. Ég skoðaði kortið og sá að það væri tilvalið að taka stefnuna á Skálavík þangaðsem fjallvegur var merktur og fjarlægðin frá Ísafirði var mátuleg. Ég hafði leigt mér hjól á Ísafirði, sem var líklega sama hjólið og ég leigði sumarið áður, Mongoose-fjallahjól með framdempara. Ég lagði af stað klukkan 5 um morguninn í blíðskaparveðri og tók stefnuna á Hnífsdal og var fljótlega kominn þangað. Þar voru miklar framkvæmdir vegna Óshlíðarganganna sem og vegaframkvæmdir þar sem átti að koma nýr vegur meðfram ströndinni í Hnífsdal sem leit út eins og hraðbraut beint inn í Óshlíðargöngin. Ég stoppaði stutt í Hnífsdal og fór út í Óshlíðina sem er eins hrikaleg og ég hafði gert mér í hugarlund. Há grindverk eru alls staðar meðfram veginum til að hindra grjóthrun og hamrabeltin hangandi yfir manni eins og þau væru tilbúin að ráðast á mann.
- Details
- Árni Davíðsson
Fyrir nokkru tók verkfræðistofan Mannvit(1) og Fjölbraut í Ármúla(2) upp svo kallaða samgöngustyrki. Tilefnið var að það vantaði bílastæði fyrir þessa vinnustaði og stóðu þeir frammi fyrir því að útvega þau með ærnum tilkostnaði eða að ná tökum á eftirspurninni eftir bílastæðum. Þau völdu seinni leiðina, gerðu samgöngusamning við þá starfsmenn sem það vildu og fengu þeir þá samgöngustyrk sem nam u.þ.b. einu árskorti í strætó (40.000 kr.) ef þeir komu ekki á bíl í vinnuna. Þessar greiðslur voru metin sem hlunnindi og skattlögð(3) samkvæmt því eins og venjulegar launatekjur þótt tilefni greiðslanna væri að fyrirtækin voru með þeim að spara sér kostnað við að útvega bílastæði fyrir starfsmenn sína. Bílastæði eru hins vegar ekki metin sem hlunnindi og eru því ekki skattlögð þótt andvirði þeirra sé hærra en þessir samgöngustyrkir. Til dæmis fær starfsmaður á ónefndum vinnustað greitt um 68.000 kr. á ári fyrir bílastæði í grennd við vinnustað sinn en er ekki skattlagður fyrir það (4). Bílastæði eru eðli sínu hlunnindi því ekki hafa allir starfsmenn aðgang að bílastæði og þau eru líka misjöfn að gæðum og verði.
Snati minn er voða góður íslenskur fjárhundur. Hann er líka voða glaður þegar hann fær að hreyfa sig nóg. En ég bý í Reykjavík og er oft með samviskubit yfir því að hann fái ekki nóga hreyfingu – eins og margir aðrir hundeigendur.... En Snati hjólar. Og það er stóra gleðin í lífi hundsins; út að hjóla og taka almennilega á því.
Fleiri greinar...
- Hjólaferð um Vestfirði í ágúst 2010
- Vax í keðjuna
- Skálafell, hjólreiðavangur á heimsmælikvarða
- Fjallahjólaferð um Laka og Síðumannaafrétt
- Okkar leið - Allra málefni
- Hjólað með alla fjölskylduna
- Hjólatengdar framkvæmdir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
- Vel heppnuð ferð í Veiðivötn
- Fréttamenn bulla um hjólamerkingar
- Skarðsheiði
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.