Venjuleg fjallahjóladekk kosta yfirleitt á bilinu 2-4000 kr. en kevlar dekk kosta yfirleitt á bilinu 5-9000kr. Slöngur kosta aftur á bilinu 700 til 2500kr. Hljómar ekki svo ýkja mikið en er fljótt að koma ef maður þarf að skipta oft um slöngu út af lélegu dekki. Að vera á kevlar dekkjum er engin trygging fyrir því að það springi ekki. Heppni og óheppni er stór þátttur í því hversu of dekk springa. En yfirleitt eru betri kaup í kevlar dekkjum þegar til lengri tíma er litið.

Ef þú ert að byrja, og ert að fjárfesta í fyrsta fjallahjólinu þínu, prófaðu þá að fá venjuleg dekk til að læra að laga sprungið dekk og skipta um slöngu. Þegar það verður leiðigjarnt væri spurning að brjóta upp sparibaukinn og gera vel við sig með því að fjárfesta í kevlardekkjum sem langoftast eru þess virði.

Viðbót:

Mörg hjól í meðal og hærri gæðaflokki koma á kevlardekkjum og það er vel þess virði að leggja út í hærri kostnað í upphafi og taka týpuna fyrir ofan, sé það á slíkum dekkjum.

Þýtt og stílfært: Fjölnir Björgvinsson

Greinina má lesa á ensku í upphaflegri mynd á netinu á þessari slóð :