Þegar bent er á hjólreiðar sem lausn í samgöngumálum koma margir með mótbárur á þá leið að ekki sé raunhæft að „allir hjóli“. Ef hins vegar er horft til hreyfingarleysis Íslendinga og lausna í samgöngumálum má spyrja hvort þessu sé ekki einmitt öfugt farið, að ekki sé raunhæft að "allir" séu á bíl. Yfirvöld gera samt ráð fyrir því. En lausnin er í raun aldrei einn og einfaldur, heldur samansafn af leiðum. Þetta snýst allt um áherslur.
Sérstaða hjólreiða til samgangna er að þær eru jákvæðar á svo marga vegu og leysa mörg af vandamálum samtímans. Margt bendir einnig til þess að hjólreiðar hefðu verið miklu vinsælli til samgangna ef áherslurnar hefðu verið aðrar eins og t.d. í Danmörku og Hollandi.
- Details
- Halla Magnúsdóttir
Það var um verslunarmannahelgina 2008 sem undirrituð ásamt eiginmanni, 14 ára syni og fjögurra manna vinafjölskyldu okkar, fórum í ferðalag um Vestfirði og ákváðum að taka hjólin okkar með. Við höfðum hjólað talsvert mikið saman þetta sumar en nú var komið að því að nema ný hjólalönd og finna skemmtilega spotta á Vestfjörðum til að hjóla. Segir þó fátt af hjólreiðum okkar fyrr en við komum í Dýrafjörð og komið var að annarri eða þriðju gistinótt í ferðinni en þá ákváðum við að tjalda í botni fjarðarins við Botnsá.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Ég fann hvernig tárin hrukku af hvörmunum og vindurinn gnauðaði fyrir eyrunum á 45 km hraða niður af Herðubreiðarhálsinum. Sumri var tekið að halla og síðustu gönguhrólfarnir víðast hvar að renna út af hálendisbrúninni þetta árið. En hér var ég á fleygiferð á fjallahjóli ásamt þrjátíu 9. bekkingum úr Smáraskóla, í blábyrjun september 2009.
- Details
- Ómar Einarsson
Ég vildi gjarnan deila með áhugafólki um hjólreiðar, ferð sem við fjölskyldan og tveir vinir fórum í sumar frá Reykjavík til Laugarvatns. Þetta er mjög létt og skemmtileg leið. Við höfðum ákveðið að leggja af stað í þessa ferð þann 16. júní. Þegar vika var til stefnu bentu veðurspár til þess að þennan dag yrðu 15-17 metrar á sekúndu og þó ég sé nokkuð vanur hjólreiðamaður finnst mér ekki gaman að hjóla í miklum vindi. Vegna veðurfars á Íslandi er oft gott að vera með plan B. Í okkar tilfelli breyttum við dagsetningunni í 17. júní og var því ferðin enn hátíðlegri en ella. Allir voru orðnir mjög spenntir og veðurspáin var frábær; logn og sól!!
- Details
- Halla Magnúsdóttir
Það var snemma að morgni fimmtudagsins 27. ágúst síðastliðinn sem vaskur 40 manna hópur 8. bekkinga í Norðlingaskóla (17 nemendur) og Kópavogsskóla (23 nemendur) lagði upp í tveggja daga hjólaferð um hálendi Íslands. Hvað Norðlingaskóla varðar var ferðin fyrsti liðurinn í því að innleiða metnaðarfulla útivistaráætlun í öllum árgöngum skólans. Fararstjóri ferðarinnar var Kristín Einarsdóttir sem meðal annars hefur átt veg og vanda að útivistarferðum Smáraskóla undanfarin ár. Rútufyrirtækið Snæland-Grímsson lagði af rausnarskap sínum til rútu, jeppa, kerrur og bílstjóra sem fylgdu krökkunum allan tímann en auk bílstjóranna og Kristínar voru þrír kennarar með í för, tveir frá Norðlingaskóla og einn frá Kópavogsskóla, auk hjálparsveitarmanns sem einnig þjónaði hlutverki hjólaviðgerðarmanns.
- Details
- Svanhvít Ljósbjörg - mbl.is
Ef ætlunin er að hjóla allt árið er ekki verra að eiga þokkalegt hjól en aðalatriðið er að kunna að búa það rétt þannig að hægt sé að fara á hjólið án þess að þurfa að klæða sig sérstaklega upp fyrir það,« segir Magnús Bergsson sem hjólar allra sinna ferða, bæði sumur og vetur. »Þegar farið er allra ferða sinna hjólandi er ekki nauðsynlegt að klæða sig meira en þegar maður er akandi á bíl. Þetta eru mistök sem flestir hjólreiðamenn gera, að klæða sig alltof mikið. Um leið og menn eru farnir af stað þá hlýnar þeim enda er það yfirleitt bara rétt þegar fólk fer af stað sem því er kalt. Það skiptir aðallega máli að hlífa höfði og puttum því flestir fara tiltölulega stuttar vegalengdir, kannski um fimm kílómetra og þá þarf ekkert að klæða sig óskaplega vel fyrir það. Góð húfa gerir þannig oft meira gagn en góð úlpa.
Þróunarverkefni í Hjólafærni lauk í Álftamýrarskóla vorið 2009. Þá hafði öllum nemendum í 4.-7. bekk skólans verið boðin þátttaka, völdum nemendum úr 8. bekk og foreldrum boðið til fræðslu. Viðhorfskönnun á meðal foreldra sýndi mikla ánægju með þetta námsframboð. Nemendur unnu í litlum hópum og kynntust hjólinu sínu, stilltu hjálminn og spáðu í fatnað til hjólreiða. Í framhaldinu var farið í hjólaleiki og alls kyns þrautir áður en farið var í flæði umferðar. Unnið var með umferð á stígum og gangstéttum og að lokum var farið yfir hjólreiðar í almennri umferð á rólegum umferðargötum. Breska hugmyndin úr Bikeability var færð til íslensks umferðarsamfélags og kennd sem Hjólafærni.
- Details
Á öllum tímum ætti fólk að temja sér sparnað. Notkun reiðhjóla til samgangna er ein besta sparnaðarleiðin sem hugsast getur.
Fjöldi fólks hefur hjólað í allt sumar, sjálfu sér, samfélagi og náttúru til góða. Mikilvægt er að fólk hætti nú ekki að hjóla aðeins vegna þess að kominn er vetur. Við daglegar hjólreiðar yfir vetrarmánuðina komast menn oft og tíðum að raun um það að veðrið er sjaldan verulega vont heldur misjafnlega gott.
Búnaður til vetrarhjólreiða hefur batnað mikið síðastliðin tíu ár. Í dag er fáanlegt mikið úrval nagladekkja sem hentar við ýmsar aðstæður. Mikið úrval hentugs fatnaðar er líka að finna í verslunum og er helsta breyting síðustu ára sú að úrvalið er ekki lengur bundið við hjóla- og útivistarverslanir.
Hér á eftir fylgir stutt samantekt á því hvernig best er að búa sig og hjólið í þéttbýli fyrir veturinn.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Þegar ný stjórn tók við á síðasta aðalfundi var rífandi gangur hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Metfjöldi félaga og dagskráin þétt og fjölbreyttari en nokkru sinni. Sú þróun heldur áfram og nú eru klúbbmeðlimir um 800. Árið byrjaði með viðburðum í klúbbhúsinu svo sem hefðbundnum myndakvöldum, viðgerðanámskeiðum, bíókvöldum, skemmtilegum kaffihúsakvöldum að ógleymdum fyrirlestri Beth Mason sérfræðingi í hjólauppsetningu (á ensku: bike fit). Ferðir hafa verið margar og mjög skemmtilegar.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum var hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að Fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum.
Skoðið gallerí með myndum Magnúsar Bergssonar úr ferðinni hér.
- Details
- Páll Guðjónsson
Myndir Magnúsar Bergs úr hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli eru loksins komnar á netið. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir gott starf í allt sumar var lokaferð þriðjudagskvöldferðanna stutt. GÁP bauð okkur í glæsilega grillveislu. Búðin var opin og ýmis góð tilboð í boði þetta kvöld. Þriðjudagsbikarinn var afhentur; í ár var það Hrönn sem hlaut bikarinn sem Alhliða flutningaþjónustan gaf. Smellið á myndina til að að skoða myndir frá þessu skemmtilega kvöldi.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Garðar Erlingsson
Í þriðjudagsferðinni 11/8/2009 var farið kl 19 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum eins og venjulega í sumar. Stefnan er tekin á Gróttu sem er náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og útlit var fyrir þetta kvöld. Að þessu sinni var brugðið útaf vananum og er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni.
- Details
- Axel Jóhannsson
Hjólakeppni í Noregi? Ert þú búin að skrá þig? Hlynur líka, Kjarri, Steini, Gísli og Emil frá Arctic trucks? Ætlar þú ekki að skrá þig? Jú, auðvitað er ég með. Hvenær er þetta? Í ágúst, já, flott! Hvað er þetta langt? 100 km. Ertu eitthvað verri? Ég hef aldrei hjólað lengra en 20 km í beit og var alveg að...
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það var fríður og föngulegur hópur hjólreiðafólks sem lagði af stað frá Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum um kl. 19, þriðjudaginn 4 ágúst. Ekkert okkar vissi hvert förinni var heitið, en við vonuðum að Garðar forystugarpur myndi leiða okkur á vit óvissu og ævintýra. Veðurspáin var rigning, nema hvað og mátti sjá suma svartsýna stoppa hér og þar og klæða sig í regnbuxur. En veðurguðirnir voru með okkur, það ýrði úr loftinu, rétt mátulega mikið til að gróðurinn ilmaði einstaklega vel.
- Details
- Gerti van Hal
Það var árið 1997. Eftir svakalegar gönguferðir um afskektustu svæði skosku hálandanna og finnska Lapplands vildi ég komast að því hvort hjólreiðaferðir væru líka eitthvað fyrir mig. Á ferðaskrifstofu fyrir ævintýraferðir komst ég yfir amatörískan hjólreiðabækling frá Íslandi. Þar las ég um ferðir um hin ósnortnu víðerni hálendisins. Ævintýri! Ótruflaður í vikulöngu ferðalagi í gegnum hrikalegt og einmanalegt landslag, þetta var áfangastaðurinn minn.
- Details
- Ben Searle
Árið 1933 fór Horace Edward Stafford Dall fyrstur allra yfir auðnir Sprengisands á farartæki með hjólum. Farartækið var Raleigh þriggja gíra reiðhjól með lokaðri keðjuhlíf. Það var mánuði seinna sem fyrst var farið yfir sprengisand á mótordrifnu farartæki. Ben Searle segir söguna.
- Details
Er þversögn í því að öryggi hjólreiðamanns sé best borgið á götunni? Hvað með gangstéttina? Þar er enginn á bíl – verða þá nokkur slys þar? Hvenær stuðar bíll hjól? Hvenær stýrir ökumaður ökutæki sínu á hjólreiðamann á reiðhjóli? Algengustu tilvikin eru þar sem hjól þvera veginn. Enginn fyrirvari – jafnvel skert útsýni. Búmm!
Eigum við þá að leggja hjólunum í geymsluna, skutla börnunum í skólann og skjótast á bílnum í sjoppuna en hjóla svo á góðviðrisdögum í Nauthólsvíkina og njóta þess að anda þá að okkur fersku lofti á ferð um borgina? Af hverju ekki að læra rétta staðsetningu reiðhjólsins á götunni og gera hjólið að samgöngutæki númer eitt á heimilinu?
Fleiri greinar...
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.