Hjólabrautir samhliða umferðar­þungum stofnbrautum

  Þar sem umferðarþungi eða umferðarhraði fara yfir ákveðin mörk er þó betra að aðgreina umferð hjólandi með sér hjólabraut, eða vegaröxl sem færi ekki undir ákveðna lágmarksbreidd á þjóðvegum. Á leiðinni austur fyrir fjall er t.d. búið að þrengja mjög að hjólreiðafólki með vegriðum og fræstu mynstri á vegaröxlinni til að vekja bílstjórana sem dotta við lítt krefjandi aksturinn á tilbreytingarlausri hraðbrautinni.

 

Hjólabraut

 

 

En hvað með gangstíga og -stéttir?

Þó börn byrji oft að hjóla á gangstéttinni við heimili sitt þá henta gangstéttar og útivistarstígar engan vegin til samgangna. Þær eru margar hætturnar sem leynast á stígum borgarinnar, óvænt hegðun barna að leik og fólks að viðra gæludýr, blindbeygjur, innkeyrslur, bílastæði og það hættulegasta; það þarf að fara yfir götur við hver gatnamót og bílstjórar taka lítið tillit þeirra sem ekki eru á götunum með þeim. Slysatölur erlendis frá sýna að hjólandi vegfarendur eru í margfaldri hættu á ferð sinni eftir stígum miðað við þá sem hjóla á akbrautunum innan athyglissviðs ökumanna eins og reglur um samgönguhjólreiðar segja til um og kenndar eru í Hjólafærni.

 

 

Hvorki greið né örugg leið

 

Útivistarstígar með blandaðri umferð hafa hvorki reynst örugg né greiðfær leið heldur reynst fullir af slysagildrum og best að fara varlega þar og vera ekkert að flýta sér.

 

Birtist fyrst í Hjólhestinum mars 2009