- Details
- Ómar Smári Kristinsson
Margir eru haldnir söfnunaráráttu og hún tekur á sig margar myndir. Ein birtingarmynd hennar er sú tegund túrisma þegar fólk safnar stöðum; 100 hæstu toppar landsins, fjöldi landa í heiminum, austasta og vestasta hitt og þetta og svo framvegis. Ég verð víst að játa að ég tilheyri þessum hópi fólks. Samt er það yfirlýst trú mín að ferðalög snúist um upplifanir fremur en tölfræði eða landakortaútfyllingar. Mín söfnunarhneigð tengist teiknaraeðlinu í mér.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þakgil er einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi. Náttúrufegurðin þar er einstök og landfræðilega er það bakgarður Þórsmerkur. Í júlí 2017 skipulögðum við ferð um þetta fallega svæði. Veðrið ræður enginn við og þegar við skriðum úr tjöldunum á laugardagsmorgni var grenjandi rigning, þoka og lítt fýsilegt ferðaveður. Eftir sellufund í upphitaðri nestisaðstöðu tjaldsvæðisins ákváðum við að svissa á dögum; taka láglendið fyrri daginn og Þakgil þann seinni.
- Details
- Grétar William Guðbergsson
Kaupamannahöfn – Berlín, 11. – 23. júní 2017
Þegar við vorum lent í Köben hófumst við Kolla (Kolbrún Sigmundsdóttir) og Jón (Jón Torfason) handa við að setja hjólin saman fyrir utan flugstöðvarbygginguna í skugga, því það var sól og nokkuð hlýtt. Að því loknu fundum við leiðina á korti að hótelinu þar sem við ætluðum að gista og héldum af stað þangað um sjö km leið, rétt hjá Bella Center. Þegar við komum þangað tók Guðrún á móti okkur (hún hafði komið hjólandi frá Stokkhólmi. Sjá ferðasögu hennar hér: Stokkhólmur – Kaupmannahöfn 2017). Við kíktum svo í bæinn. þ.e.a.s. Kaupmannahöfn.
- Details
- Guðrún Hreinsdóttir
Mig hafði lengi langað að hjóla ein frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar og haustið 2016 fór ég að skipuleggja ferðina. Ég var með tjald meðferðis en hafði hugsað mér að gista á farfuglaheimilum ef veðrið væri þannig. Í Kaupmannahöfn ætlaði ég að hitta þrjá félaga mína og hjóla með þeim til Berlínar. Ég lagði af stað frá Keflavík að morgni 4. júní 2017 og flaug til Stokkhólms.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Það að verða foreldri breytir miklu varðandi hjólreiðar en þær verða langt frá því ómögulegar. Fljótlega eftir að það varð ljóst að ég yrði foreldri fór ég að spá í það hvernig maður hjólar með barn. Og áður en ég vissi af var ég búinn að græja mig upp, meira að segja nokkru fyrir komu eldri dóttur minnar. Upplýsingar og leiðbeinandi efni um hjólavagna og barnastóla var hvergi að fá. Í Forvarnarhúsi sem þá var nýtilkomið voru einu svörin að ekki væri ráðlegt að hjóla með barn í hjólavagni né barnastól fyrr en barnið væri um tveggja ára gamalt, með þeim rökum að ekki eru til hjálmar fyrir yngri börn.
- Details
- Leifur Reynisson
„Fárviðri. Ofsarok og rigning. Sást ekki í skip á ytri höfn fyrir sjódrifi. Ég fór af stað kl. rúmlega sjö á hjóli. Nokkuð mikill stormur var og er ég bremsaði þá ætlaði vindur að feykja mér af veginum. Setti mig tvisvar af hjólinu en það kom ekki að sök.“ Þannig lýsir Sveinn Mósesson ferð sinni til vinnu í dagbók þann 15. janúar 1942 en hann varð að taka daginn snemma því leiðin lá frá austanverðum Digraneshálsi til Reykjavíkur og því um langan veg að fara og veðrið sjaldan fyrirstaða.
- Details
- Friðjón G. Snorrason
Fyrir allnokkrum árum kenndi ég hópi björgunarsveitarmanna á Ströndum fjallamennsku. Þetta voru kappar frá Hólmavík, Drangsnesi og alveg norður í Norðurfjörð. Ég sá það strax að þarna voru miklir kúnstnerar á ferð. Þeir voru lífsglaðir, gerðu óspart grín að hvor öðrum og virtust alveg hafa þurft að hafa fyrir því að hafa ofan af fyrir sér.
- Details
- Haukur Eggertsson
Helgina 19. til 21. ágúst s.l. var haldin hin nokkuð árlega hjólaferð Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Keyrt var á föstudagskvöldi, á tveimur bílum, upp í Kerlingarfjöll (Ásgarð), þar sem félagar á vegum björgunarveita gista frítt á tjaldstæðinu. Á laugardeginum var hjólað, ásamt fylgdarbíl, í brakandi sól og þurrki rangsælis um Kerlingarfjöll, með viðkomu hjá Kerlingunni, upp hjá Leppistungum (ógreinilegur slóði) í skálann Klakk þar sem var gist og grillað. Á sunnudeginum var ögn úrkoma og þoka um morguninn, og því farin svokölluð neðri leið. Hjólað var niður úr þokunni skammt ofan við Kisubotna og síðan áfram framhjá Setri og aftur í Kerlingarfjöllin. Fínn tveggja daga hringur.
- Details
- Sesselja Traustadóttir
Nytjahjól er samheiti fyrir það sem á ensku er kallað cargobike, rickshaw, delivery bike, delivery tricycle – sumir kalla þau hreinlega Christianiuhjól, sem er aðeins eitt vörumerki af mörgum þeirra sem framleiða nytjahjól.
- Details
- Ómar Smári Kristinsson
Einn af kostunum við að hjóla á Íslandi er sá að eiga ekki á hættu að vera drepinn og étinn af villidýrum. Það er einna helst að flugur éti hjólreiðamenn en hjólreiðamenn éta örugglega enn meira af flugum. Meira að segja pödduvandamálið er minna hér en í flestum öðrum löndum heims.
- Details
- Guðný Arngrímsdóttir
Fyrsta ferðin sem ég fór í með Fjallahjólaklúbbnum var Þórsmerkurferð haustið 2013. Þá hafði ég vitað af klúbbnum í einhvern tíma en ekki látið verða af því fyrr að slást í hópinn. Ég hafði horft á einhverjar ferðir áður og hugsað með mér að þetta gæti verið eitthvað skemmtilegt en ekki látið verða af því fyrr að láta vaða. Ég bjó þá úti á landi og hafði mest verið að hjóla ein á mínu heimasvæði. Hafði reyndar í mörg ár verið með hjólafestingar á bílnum og tekið hjólið með mér vítt og breytt um landið og hjólað þegar ég ferðaðist um landið. En ég hafði aldrei áður farið í eiginlega hjólaferð. Fram að þessu hafði ég aðallega hjólað ein og vissi því ekkert hvernig ég stæði getulega gagnvart hóp sem þessum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Margir sjá framtíð samgöngumála snúast um sjálfkeyrandi bíla en persónulega myndi mér ekki líða vel á götunum innan um þessi tölvustýrðu apparöt enda hef ég ekki enn rekist á tölvu sem ekki gerir mistök eða bara eitthvað allt annað en hún á að gera, svona stöku sinnum amk. Einnig er verið að prófa að senda vörur til viðskiptavina með drónum. Ekki líst mér á þau háværu tól svífandi um og auka enn á umferðarniðinn.
- Details
- Auður Jóhannsdóttir
Ég var orðin algert sófadýr og stefndi hraðbyri í ógöngur með heilsuna. Ég vissi að ég þyrfti að taka mig á. Einn daginn tilkynnti ég því manninum mínum að ég yrði að gera breytingar á lífinu og ég væri bara þannig gerð að til þess að ég næði að standa með mér þyrfti ég að fá dellu. Hjól væri örugglega besti kosturinn fyrir mig, því við hjónin hefðum jú hjólað mikið á yngri árum; „Bjössi, ég ætla að fá hjóladellu“. Þetta var í byrjun maí 2012.
- Details
- Páll Guðjónsson
Fimmtudaginn 30 mars verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu að brekkustíg 2. Í boði eru auðveldar ferðir, erfiðar ferðir og allt þar á milli. Komdu og sjáðu hvort við höfum ekki eitthvað á prjónunum sem heillar þig. Húsið opnar kl 20:00 og kynningin hefst kl 20:15.
- Details
- Páll Guðjónsson
Árið 2011 varð verkefnið Hjólreiðar.is til í samvinnu Fjallahjólaklúbbsins og Landssamtaka hjólreiðamanna undir stjórn Páls Guðjónssonar. Bæði félögin eiga sér mikla sögu eins og sést á heimasíðum beggja og bæði hafa þau að markmiði að efla hjólreiðar. Hjólreiðar.is snýst um það markmið: að reyna að „selja“ hjólreiðar og taka saman á einn stað hnitmiðaðar upplýsingar fyrir þá sem eru að byrja eða eru bara forvitnir.
- Details
- Árni Davíðsson
Lítil vinna virðist í gangi við breytingar á reglugerð um umferðarmerki þrátt fyrir aðkallandi þörf á að bæta þau og vegmerkingar vegna aukinna hjólreiða. Verkefnið var áður á verksviði Vegagerðarinnar en virðist hafa færst yfir á verksvið Samgöngustofu þegar lögum um þessar stofnanir var breytt 2012. Margskonar nýjar merkingar á yfirborði vega (og stíga) vantar en sumar eru þegar í notkun hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum. Til dæmis má nefna línur sem afmarka hjólareinar og hjólastíga, örvar sem sýna hjólastefnu, hjólamerki, göngumerki, hjólavísamerki o.fl. Þá vantar ýmis umferðarmerki á skiltum. Til dæmis má nefna skilti sem sýna hjólarein, leið út úr botngötu, stefnuörvar fyrir hjólastíg, nýja vegvísa fyrir reiðhjól og myndræn undirmerki fyrir reiðhjól og önnur ökutæki. Velta má fyrir sér hvort heppilegt sé að skilgreina sérstaka hjólabraut yfir akbraut þar sem umferð hjólandi hefur forgang eins og á gangbraut. Til þess þarf þó einnig lagabreytingu.
- Details
- Brandur Jón Guðjónsson
Í ferðum mínum sem fararstjóri í hjólreiðaferðum erlendis er auðvitað ýmislegt sem fyrir augu hefur borið. Eins og þau vita sem hafa ferðast með mér þá er ég yfirleitt með myndavélina hangandi í bandi um hálsinn og tek myndir í allar áttir í tíma og ótíma. Þær myndir sem hér fylgja með eru oftar en ekki teknar þannig og því æði misjafnar að gæðum, en fanga í sumum tilfellum augnablik einungis af því að vélin var til staðar. Ekki er það þó algilt og er aukaatriði í þessu sambandi, en myndirnar og textarnir tala sínu máli Gjörið svo vel!
- Details
- Páll Guðjónsson
Félagsmenn ÍFHK fengu sent með Hjólhestinum Hjólabingó leikinn sem er ætlað að hvetja þá sem ekki hjóla til að prófa það, fræðast um kosti reglulegra hjólreiða og vonandi komast upp á lagið með að nýta sér þennan góða valkost.
- Details
- Árni Davíðsson
Á Velo-City ráðstefnunni 2015 hafði ég tækifæri til að skoða hvernig borgaryfirvöld í Nantes telja hjólandi og gangandi vegfarendur, í kynningarferð á vegum fyrirtækisins Eco-Counter, sem framleiðir tæki og hugbúnað til að telja hjólandi og gangandi umferð. Teljurum er komið fyrir á helstu leiðum inn í miðborgina og í miðborginni sjálfri. Talningin er sjálfvirk og aðgengileg borgaryfirvöldum í rauntíma því teljararnir eru nettengdir. Örfáir þeirra eru tengdir skjá sem sýnir talninguna í rauntíma á talningarstaðnum.
- Details
- Sesselja Traustadóttir
Gerum góða hluti enn betur
Umferðin er okkar allra og þannig er það allt lífið. Þegar maður fylgist með fuglabjörgum eða horfir á síldartorfur, er alveg magnað að sjá hvernig allir komist um án þess að lenda nokkurn tíma saman. Best væri að það sama ætti við í mannheimum. Öll dýrin í skóginum væru vinir; full virðing og tillitssemi. Oftast er það líka þannig þegar við hreyfum okkur fyrir eigin orku en svo er eitthvað sem gerist hjá mörgum okkar, ef einhver verkfæri bætast við sem koma okkur hraðar áfram. Fjölbreyttni í umferðinni kallar á samvinnu og ef hún er góð sköpum við í leiðinni aukið umferðaröryggi fyrir alla.
Fleiri greinar...
- Hjólað óháð aldri - fáum vind í vangann
- Rangárvallasýsla
- Skipulagning hjólaleiðanetsins
- Hjólað frá Hlemmi
- Hjólað í Stokkhólmi
- Hjólað í Vínarborg
- Umferðaryfirlýsing SÞ hvetur til hjólreiða
- Aldrei of seint að byrja að hjóla
- Ísland öruggasta hjólaland í heimi 17 ár í röð
- Hvað er alvarlegt og hvað ekki?
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.